Einföld súkkulaðimús með karamelluhúðuðum hnetumulningi

Súkkulaðimús með hnetumulningi

Ég veit að það hefur verið mikið um sætindi hér á síðunni upp á síðkastið en ég hreinlega ræð ekki við mig. Desember er sá mánuður sem ég vil hafa skápana fulla af freistingum og þær eiga huga minn allan.

Þessi súkkulaðimús er í algjöru uppáhaldi hjá okkur og krakkarnir vita fátt betra. Þegar ég býð upp á hana þá eru skálarnar sleiktar og ekkert skilið eftir. Það er mjög einfalt að útbúa hana en þó þýðir lítið að ætla að henda í hana í einhverju fáti þar sem súkkulaðiblandan þarf að kólna vel áður en hægt er að þeyta hana upp.

Súkkulaðimús með hnetumulningi

Því verður ekki neitað að þessi súkkulaðimús er vel sæt og því þykir mér hnetukurlið fara vel með henni. Það væri líka sniðugt að nota hana sem fyllingu í tertu og þá jafnvel með jarðaberjum eða hindberjum.

Einföld súkkulaðimús með karamelluhúðuðum hnetumulningi

  • 1 poki Dumle-karamellur
  • 3 dl rjómi

Karamelluhúðaðar hnetur

  • 4 msk sykur
  • 2 msk smjör
  • 2 dl blandaðar hnetur (t.d. heslihnetur, pekanhnetur og möndlur)

súkkulaðimús með hnetumulningi

Skerið Dumle-karamellurnar í bita og leggið í skál. Hitið rjómann í potti að suðu og hellið yfir karamellurnar. Hrærið í blöndunni þar til karamellurnar hafa bráðnað og blandan er orðin slétt. Geymið í ískáp yfir nóttu.

Setjið sykur, smjör og hnetur á miðlungsheita pönnu. Hrærið annað slagið varlega í blöndunni. Þegar sykurinn er bráðnaður og byrjaður að brúnast er blöndunni hellt á bökunarpappír og látin kólna. Þegar hnetublandan hefur kólnað er hún grófhökkuð með hníf.

Takið karamellurjómann úr ískápnum og hrærið í hrærivél þar til óskaðri áferð er náð. Setjið í skálar og stráið hnetumulingnum yfir.

106 athugasemdir á “Einföld súkkulaðimús með karamelluhúðuðum hnetumulningi

  1. Some examples are swimming, going to the park, taking a walk,
    and taking a pottery class. Door – Bot is an interesting concept from
    BOT Home Automation. Pick a wireless doorbell here at
    great price & you can be assured of great quality too.

  2. Howdy! I could have sworn I’ve been to this blog before but after reading through some of the pos I realized it’s new to me.
    Anyhow, I’m definitely happy I found it and I’ll be bookmarking and
    checking back frequently!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s