Banana-Dumle súkkulaðimús

Ég hef sagt frá því áður hér á blogginu að ég er búin að vera með algjört æði fyrir banana Dumle karamellunum sem hafa fengist síðan í sumar. Ég vil ekki vita hvað ég hef keypt marga poka af þeim og þeir eru alltaf fljótir að tæmast hér heima.

Ég bakaði kökulengjur úr karamellunum um daginn sem ég borðaði beint af ofnplötunni því þær voru gjörsamlega ómótstæðilegar. Síðan prófaði ég að gera súkkulaðimús úr þeim við ekki minni vinsældir. Þetta er einfaldasta súkkulaðimús sem hægt er að gera (hér er hún með hefðbundum Dumle karamellum) en það er þó best að bræða karamellurnar kvöldið áður svo blandan sé orðin vel köld þegar hún er þeytt upp. Ég setti banana og Daimkurl yfir músina sem kom mjög vel út en ég hugsa að það gæti líka komið vel út að skipta Daimkurlinu út fyrir hakkað súkkulaði. Þetta verðið þið að prófa!

Banana-Dumle súkkulaðimús

  • 1 poki banana-Dumle karamellur
  • 3 dl rjómi
  • Daimkurl og bananar sem skraut (má sleppa)

Skerið Dumle-karamellurnar í bita og leggið í skál. Hitið rjómann í potti að suðu og hellið yfir karamellurnar. Hrærið í blöndunni þar til karamellurnar hafa bráðnað og blandan er orðin slétt. Geymið í ísskáp yfir nóttu.

Takið karamellurjómann úr ísskápnum og hrærið í hrærivél þar til óskaðri áferð er náð. Setjið í skálar og skreytið með bönunum og Daimkurli.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s