Súkkulaði- og bananakökulengjur

Mér finnst svo æðislega notalegt að eiga heimabakað með helgarkaffinu. Í gær tók Malín sig til og bakaði sörur sem ég nýt góðs af í dag með kaffibollanum. Ég keypti líka jólaköku á föstudaginn sem við höfum verið að fá okkur af yfir helgina. Um síðustu helgi bakaði ég hins vegar súkkulaði- og bananakökulengjur sem voru svo góðar að ég borðaði þær beint úr ofninum og ætlaði ekki að geta hætt. Þessar verðið þið að prófa!

Súkkulaði- og bananakökulengjur

  • 150 g smjör við stofuhita
  • 3,75 dl hveiti
  • 1,5 dl sykur
  • 3 msk kakó
  • 3 msk sýróp
  • 1,5 tsk vanillusykur
  • 1,5 tsk lyftiduft
  • 15 stk. Dumle bananakaramellur

Hitið ofninn í 175° og klæðið bökunarplötu með bökunarpappír.

Hnoðið öllum hráefnunum (fyrir utan karamellurnar) saman í deig. Skiptið deiginu í þrennt og rúllið út í lengjur. Leggið lengjurnar á bökunarpappírinn.

Skerið dumlekaramellurnar í tvennt (á lengdina) og þrýstið þeim í lengjurnar (sjá mynd). Bakið í miðjum ofni í 8-10 mínútur. Takið úr ofninum og látið kólna aðeins áður en lengjurnar eru skornar niður.

 

Ein athugasemd á “Súkkulaði- og bananakökulengjur

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s