Spaghetti í rjómalagaðri tómatsósu

Spaghetti í rjómalagaðri tómatsósu

Ég hef lítið stússast í eldhúsinu þessa vikuna þar sem það hefur verið ótrúlegt útstáelsi á mér á kvöldin. Á meðan ég hef setið með vinkonum mínum yfir dýrindis kræsingum hef ég lítið skipt mér af því sem fjölskyldan hefur borðað hér heima. Í gær tók ég þó aftur yfir eldhúsinu og eldaði mjög einfaldan en góðan pastarétt sem tók ekki nokkra stund að gera.

Þessi réttur uppfyllti allar mínar kröfur í gær, það tók enga stund að útbúa hann og öllum þótti hann góður. Krakkarnir fengu sér aftur á diskinn og sumir meira að segja fjórum sinnum. Þau voru öll á einu máli um að rétturinn yrði að fara á bloggið og ég tók undir með þeim. Svona uppskriftir getur verið svo gott að eiga í handraðanum, sérstaklega þegar jólastressið er handan við hornið og enginn tími til að standa við eldavélina.

Spaghetti í rjómalagaðri tómatsósu

Spaghetti í rjómalagaðri tómatsósu

 • 2 msk ólívuolía
 • 6 stórir plómutómatar
 • 1 laukur
 • 3 hvítlauksrif
 • 1 grænmetisteningur (mér þykja þeir bestir frá Knorr)
 • 2 tsk hunang
 • 1 tsk balsamik edik
 • svartur pipar úr kvörn
 • 1½ dl rjómi
 • 2-3 dl vatn sem spaghettíið var soðið í
 • salt

Sjóðið spaghetti eftir leiðbeiningum á pakkningu.

Skerið tómatana í litla bita og fínhakkið lauk og hvítlauk. Hitið ólívuolíu á pönnu og steikið tómata, lauk og hvítlauk. Bætið grænmetisteningi, hunangi og balsamik ediki á pönnuna og kryddið með pipar. Látið sjóða saman þar til laukurinn er orðinn mjúkur. Lækkið hitann, bætið rjóma saman við og látið sjóða saman um stund. Þegar spaghettíið er tilbúið er 2-3 dl af spaghettivatninu bætt á pönnuna og rétt látið sjóða saman. Að lokum er spaghettíinu bætt á pönnuna og öllu blandað vel saman.

3 athugasemdir á “Spaghetti í rjómalagaðri tómatsósu

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s