Nýársdagur og einfaldar snittur með bruschettina

Nýársdagur og einfaldar snittur

Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur. Hvernig leggst nýja árið í ykkur? Við fögnuðum áramótunum hér heima með bróður mínum og tengdaforeldrum og áttum yndislegt kvöld.

Öggi og Gunnar hófu gærdaginn á því að hlaupa gamlárshlaupið og ég hljóp út á náttsloppnum til að taka mynd af Gunnari áður en þeir fóru af stað. Mér finnst hann svo duglegur að það nær engri átt!

Nýársdagur og einfaldar snittur

Ég eyddi deginum hér heima í rólegheitunum, eldaði mat og útbjó eftirrétti.

Nýársdagur og einfaldar snittur

Matseðillinn fyrir gamlárskvöld var kalkúnaskip

Nýársdagur og einfaldar snittur

borið fram með sykurhúðuðum kartöflum

Nýársdagur og einfaldar snittur

heimalöguðu rauðkáli

Nýársdagur og einfaldar snittur

sætri kartöflustöppu með pekanhnetukrönsi

Nýársdagur og einfaldar snittur

smjörsoðnu maískorni með sjávarsalti

kalkúnafyllingu

Nýársdagur og einfaldar snittur

eplasalati

Nýársdagur og einfaldar snittur

og svo auðvitað sósu og rifsberjahlaupi. Við borðuðum yfir okkur! Í eftirrétt var ég með tíramísú, súkkulaðimús og bismarkböku. Eftir miðnætti, þegar við komum inn eftir að hafa skotið upp flugeldum, buðum við upp á kampavín, osta, vínber, sörur, rocky road og snakk. Þegar við vöknuðum í morgun vorum við ennþá södd.

Í dag hef ég að mestu eytt deginum undir teppi í stofusófanum með bók og helsta framlag mitt til dagsins var að skera niður snittubrauð, setja tilbúna bruschettina úr krukku yfir og hita í 200° heitum ofni í 10 mínútur. Þegar brauðið kom úr ofninum reif ég ferskan parmesan yfir og allir nutu vel með ísköldu gosi sem gleymdist úti á palli í nótt. Næstum of einfalt og æðislega gott.

Nýársdagur og einfaldar snitturNýársdagur og einfaldar snitturNýársdagur og einfaldar snittur

4 athugasemdir á “Nýársdagur og einfaldar snittur með bruschettina

  1. Þetta er allt svo girnilegt hjá þér, væri til í uppskriftir af áramótamatnum, sérstaklega rauðkálinu og kalkúninum 🙂

  2. Sæl
    Takk fyrir frábæra síðu 🙂
    Mig langar svo að spyrja þig hvernig þú eldaðir kalkúnaskipið? Ég er með 1.7 kg kalkúnaskip og er að spá hvað ég þurfi að elda það lengi 🙂
    Kær kveðja
    Linda

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s