Mjúk amerísk súkkulaðikaka

Mjúk amerísk súkkulaðikaka

Það fjölgar jafnt og þétt í lesendahópnum hér á blogginu og í janúar voru heimsóknirnar rúmlega 200 þúsund. Ég býð nýja lesendur velkomna og þakka gömlum tryggðina. Ég get ekki þakkað nógu vel fyrir mig og mun seint geta lýst því hvað þið bæði gleðjið mig og gefið mér mikið. Takk og aftur takk ♥

Laugardagurinn var viðburðamikill og þeir sem fylgja mér á Instagram gátu fylgst með reglulegum uppfærslum frá júróvisjónkvöldinu okkar. Við byrjuðum daginn eldsnemma á fimleikamóti þar sem Gunnar nældi sér í gullverðlaun og enduðum daginn á sigri í söngvakeppninni. Eftir keppnina fögnuðum við með hópnum á Tapasbarnum og þegar leið á nóttina sóttum við Malínu og sofandi englakroppa úr pössun og bárum heim.

Mjúk amerísk súkkulaðikaka

Gærdagurinn fór í það að slappa af og njóta þess að gera ekki neitt. Við vorum uppgefin og hvíldin var kærkomin. Við gerðum vel við okkur og fengum okkur súkkulaðiköku sem okkur þykir betri en allt gott.  Hún er mjúk, með miklu súkkulaðibragði og dásamleg í alla staði. Kakan geymist vel og helst mjúk þar alveg þar til hún er búin.

Mjúk amerísk súkkulaðikaka

Mjúk amerísk súkkulaðikaka

  • 3 bollar hveiti
  • 2½ bolli sykur
  • 1 msk + 1 tsk matarsódi
  • ½ tsk salt
  • 1 bolli kakó
  • 1 + 1/3 bolli canola olía (eða önnur bragðdauf olía)
  • 1 ½ bolli buttermilk (ég set 1 msk af sítrónusafa í bolla, fyllti hann svo af mjólk og læt blönduna standa í 10 mínútur (geri 1 ½ porsjón fyrir þessa uppskrift). Það má þó líka nota súrmjólk í staðinn fyrir buttermilk)
  • 3 stór egg
  • 1 ½ bolli nýuppáhellt sterkt kaffi
  • 1 tsk vanilludropar

Hitið ofninn í 175°. Smyrjið 2 bökunarform og setjið bökunarpappír í botninn á þeim.

Setjið hveiti, sykur, matarsóda, salt og kakó í hrærivélaskál og hrærið saman.  Með hrærivélina stillta á hægan hraða er olíu og buttermilk hrært saman við þurrefnin og þar á eftir eggjunum, einu í einu. Hrærið heitu kaffi í mjórri bunu saman við og að lokum vanilludropum. Hrærið saman þar til blandan er slétt og kekkjalaus. Skiptið deiginu í bökunarformin og bakið í 30-35 mínútur eða þar til prjóni stungið í kökurnar kemur með mjúkri mylsnu upp.

Súkkulaðikrem

  • 680 g suðusúkkulaði
  • 1 ½ bolli rjómi

Grófhakkið súkkulaðið og setjið ásamt rjómanum í skál yfir vatnsbaði. Leyfið súkkulaðinu að bráðna og hrærið síðan í blöndunni með píski. Látið kremið kólna áður en það er sett á kökuna (kremið þykkist við það).

18 athugasemdir á “Mjúk amerísk súkkulaðikaka

  1. En girnileg kaka en í uppskriftinni stendur 1 1/3 og svo ekkert bak við vantar e-ð í uppskriftina eða er 1 1/3 bara tvítalið? Geturu svo útskýrt þetta með buttermilkina aðeins betur (1 1/2 porsjón) seturu þá 2,25 af buttermilk í heildina?
    kveðja
    Vigdís

  2. Girnileg er hún! Er þetta ekki eiginlega sú sama og þú póstaðir hér áður, Ef svo er þá er hún ótrúlega ótrúlega mjúk og góð, svona fullorðins á bragðið, dökk með góðu kaffibragði. Var að spá í að minnka kaffið og kakóið næst til að fá hana aðeins „barnvænni“ 🙂 Takk fyrir flotta síðu!

    1. Ef þú ert að meina súkkulaðikökuna með söltu karamellufrostinginu þá er þessi kaka með meira kaffi, er mýkri og blautari í sér. Æðislega góð og ég hvet þig til að prófa hana 🙂

  3. Sæl Svava! Frábær síða og alltaf hægt að treysta á að það sem maður finnur hér sé bragðgott 😀 Hvaða stærð af bökunarformum notar þú í þessa uppskrift ?

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s