Kjúklingabitar og sætar kartöflufranskar með hunangssinnepssósu

Kjúklingabitar og sætar kartöflufranskar með hunangssinnepssósu

Þar sem heimilislífið snýst um júróvisjón þessa dagana þá þykir mér við hæfi að koma aftur með tillögu að kvöldmat fyrir júróvisjónkvöldið. Fyrir síðustu helgi birti ég uppskrift að frábærum mexíkóskum rétti sem ég má til með að stinga aftur upp á fyrir annað kvöld ef þið hafið ekki þegar prófað hann. Nú kem ég þó með nýja tillögu sem mér þykir ekki síður góð.

Kjúklingabitar og sætar kartöflufranskar með hunangssinnepssósu

Ég eldaði þessa kjúklingabita og sætu kartöflufranskar um síðustu helgi. Uppskriftirnar sá ég hjá Ambitious Kitchen og vissi strax að ættu eftir að falla vel í kramið hjá mannskapnum. Kjúklingurinn er marineraður í grískri jógúrt, hunangi og dijon sinnepi sem gerir hann mjúkan og bragðgóðan. Þar á eftir er honum velt upp úr Kornflakes sem gefur honum stökka húð. Þetta getur ekki klikkað. Sætu kartöflufranskarnar eru hreinlega of góðar og við gátum ekki hætt að borða þær. Öggi sá síðan til þess að hunangssinnepssósan kláraðist upp til agna. Namm!

Kjúklingabitar og sætar kartöflufranskar með hunangssinnepssósu

Kjúklingabitar

 • 4 kjúklingabringur (ég notaði kjúklingalundir)
 • 2 bollar grísk jógúrt
 • 2 msk hunang
 • 2 msk dijon sinnep
 • 1/4 tsk sjávarsalt
 • 2 ½ bolli kornflakes

Hitið ofninn í 175°. Skerið kjúklingabringurnar í strimla (eða notið kjúklingalundir). Hrærið saman grískri jógúrt, hunangi, salti og dijon sinnepi í stórri skál. Bætið kjúklingnum í skálina og blandið saman þannig að marineringin hjúpi kjúklinginn. Setjið plastfilmu yfir kjúklinginn og geymið í ískáp í 20 mínútur.

Setjið helminginn af kornflakesinu í poka og myljið. Setjið helminginn af kjúklingnum í pokann og hristið hann svo að kornflakesið hjúpi kjúklinginn. Raðið kjúklingnum á bökunarpappírsklædda ofnplötu og spreyjið smá af olíu yfir. Bakið í 20-25 mínútur.

Bakaðar sætar kartöflufranskar

 • 2-4 stórar sætar kartöflur
 • 1-2 msk maizena mjöl
 • 1-2 ólívuolía
 • sjávarsalt
 • krydd eftir smekk

Hitið ofninn í 210°. Setjið bökunarpappír á ofnplötu og spreyjið smá olíu á hann. Afhýðið kartöflurnar., skerið í strimla á stærð við franskar kartöflur og setjið í stóra skál. Stráið maizenamjöli yfir og hristið vel svo að mjölið myndi létta húð um kartöflurnar. Setjið ólívuolíu yfir og hristið aftur þannig að kartöflurnar fái létta olíuhúð (þið gætuð þurft að bæta við meiri olíu). Dreifið úr kartöflunum á bökunarpappírnum þannig að þær myndi einfalt lag og liggi ekki saman. Bakið kartöflurnar í 15 mínútur, snúið þeim og bakið áfram í 15 mínútur til viðbótar. Fylgist með kartöflunum undir lokin og passið að ofbaka þær ekki.

Hunangssinnepssósa

 • 1/4 bolli majónes
 • 1/4 bolli dijon sinnep
 • 2 msk hunang

Hrærið majónesi og sinnepi vel saman. Bætið hunangi saman við og hrærið aftur þar til allt hefur blandast vel. Geymið í ískáp þar til sósan er borin fram.

Kjúklingabitar og sætar kartöflufranskar með hunangssinnepssósu

15 athugasemdir á “Kjúklingabitar og sætar kartöflufranskar með hunangssinnepssósu

 1. Þetta lítur rooosalega vel út! Hlakka til að prófa:) Bíðum spennt eftir júróvisjón og vonum að það gangi vel!!!

 2. Vá, en ótrúlega girnilegt!
  Ég hef líka heyrt að það sé rosalega gott að nota Doritos, eða einhvers konar nachos í staðinn fyrir kornflakes 🙂
  Frábær síða hjá þér.

 3. Sæl 🙂

  Ég ætla að gera þennan við tækifæri en ég hlýt að vera eitthvað að misskilja uppskriftina eitthvað heh en það stendur að þú notir helminginn af kornfleksinu og helminginn af kjúklingnum og hristir það saman í pokanum, hvað gerir svo við restina af kjúklingnum og kornfleksinu :)?

  1. Jeminn, eitthvað var þetta óskýrt hjá mér. 1/4 bolli dijonsinnep á það að vera. Ætla að laga þetta snöggvast. Takk fyrir ábendinguna 🙂

 4. Girnóó..
  Hef oft reynt að gera franskar kartöflur (bæði sætar og venjulegar), sem eru stökkar að utan en mjúkar að innan, en þær verða aldrei stökkar hjá mér. Veistu ráð við því? Er maizena-mjölið að gera eitthvað töfratrix? 🙂

 5. Ég er hárgreiðsludama á daginn en elska að prófa mig áfram í eldhúsinu og deila því með öðrum. Ég var einmitt að pósta mínum myndum og segja öðrum frá uppskriftinni inn á Facebook.com/klippingar og sjálfsögðu hvatti ég fólk til að kíkja á síðuna þína.

  Ég er líka með tengil á hárgreiðslusíðunni minni yfir á síðuna þína því mér finnst þín síða vera tær snilld og það er ótrúlega gaman að spreyta sig og prófa uppskriftirnar.
  Kærar þakkir fyrir allt saman og haltu áfram að setja inn þessar glimrandi uppskriftir!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s