Vikumatseðill

Ég hef varla farið út fyrir húsins dyr yfir helgina heldur dundað mér hér heima við. Stundum er bara nauðsynlegt að gera ekkert. Ég ætlaði að elda eitthvað gott handa okkur í gærkvöldi en letin tók yfirhöndina og það endaði á að við sóttum mat á Austur Indíafélagið og opnuðum rauðvínsflösku. Svo gott!

Það var heilmikið fjör hjá okkur yfir leiknum á föstudagskvöldinu og ég fer ekki af því að það er enginn sem kemst með tærnar þar sem mamma mín hefur hælana þegar kemur að stemningu yfir leikjum. Hún heldur uppi fjörinu og er ómissandi félagsskapur þegar landsliðin eru að keppa (við fylgjumst með handbolta og fótbolta). Við endurtökum fjörið annað kvöld og mamma tilkynnti strax, í sæluvímu eftir sigurinn á föstudagskvöldinu, að hún ætlar mæta með brauðtertu og bjór til að hafa yfir leiknum á mánudaginn. Hún kann þetta hún mamma! Ég sting upp á að þið gerið það sama og set brauðtertu beint á matseðilinn á mánudagskvöldinu. Áfram Ísland!!!

Mánudagur: Brauðterta með kjúklingi og beikoni

Þriðjudagur: Lax með mango chutney og pistasíuhnetum

Miðvikudagur: Kjötbollur í möffinsformi

Fimmtudagur: Tælenskt kjúklingapasta frá Claifornie Pizza Kitchen

Föstudagur: Kjúklingur með beikoni, steinselju og parmesan í dásamlegri sinnepssósu

Með helgarkaffinu: Mjúk amerísk súkkulaðikaka

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s