Nutellabananakaka

 
Ég sit hér yfir morgunmatnum mínum (ristað súrdeigsbrauð með stöppuðu avokadó, sítrónusafa, chilli explotion og góðu salti – svo gott!!) og er að gera innkaupalista fyrir matvörubúðina á sama tíma og ég skrifa þessa bloggfærslu. Mig langar að baka köku til að eiga með kaffinu og datt í hug að endurtaka helgarbaksturinn frá síðustu helgi. Þessi kaka vakti sérlega mikla lukku hjá krökkunum og ég veit að þau verða glöð að sjá hana aftur á borðinu. Ef fleiri eru í baksturshugleiðingum þá mælum við með þessari!
Nutellabananakaka
  • 2 bollar hveiti
  • ¾ tsk matarsódi
  • ½ tsk salt
  • ¼ bolli mjúkt smjör
  • 1 bolli sykur
  • 2 stór egg
  • 1¼ bolli stappaður þroskaður banani
  • 1 tsk vanilludropar
  • ⅓ bolli mjólk
  • ¾ bolli Nutella
Hitið ofninn í 175° og smyrjið formkökuform.
Hrærið saman sykur og smjör. Bætið eggjum, einu í einu, saman við og hrærið vel á milli. Bætið stöppuðum bönunum, mjólk og vanilludropum saman við og hrærið þar til hefur blandast vel. Setjið hveiti, matarsóda og salt út í og vinnið saman í slétt deig (passið að ofhræra ekki deigið).
Setjið Nutella í skál og hitið í 15 sek í örbylgjuofni. Hrærið aðeins í skálinni til að jafna hitann og bætið síðan 1 bolla af deiginu saman við. Hærrið þar til hefur blandast vel.
Setjið helming af ljósa deiginu í botninn á formkökufominu, setjið síðan brúna deigið yfir og endið á seinni helmingnum af ljósa deiginu. Stingið hnífi í deigið og snúið honum aðeins um formið til að snúa ljósa og brúna deiginu aðeins saman. Setjið formið í ofninn og bakið í 50-60 mínútur, eða þar til prjóni sem hefur verið stungið í kökuna kemur hreinn upp. Látið kökuna standa í forminu í amk 15 mínútur áður en hún er tekin úr því.

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s