Súkkulaðimúsin hennar mömmu

Súkkulaðimúsin hennar mömmu

Ég hef oft talað um hvað mér þykir mamma vera klár í eldhúsinu og að það liggi alltaf spennandi matreiðslublöð og -bækur á borðinu hjá henni. Það er óhætt að segja að hún sé dugleg að prófa nýjungar en þessa súkkulaðimús hefur hún þó þurft að gera svo oft að hún er fyrir löngu farin að gera hana blindandi og þykir ekki mikið mál að útbúa þegar hún á von á krökkunum til sín.

Krakkarnir elska þessa súkkulaðimús og óska eftir henni við hvert tækifæri sem gefst. Um daginn tók ég mynd af súkkulaðimúsinni þegar við vorum í mat hjá mömmu og skrifaði uppskriftina hjá mér.  Mér þykir því kjörið að birta hana fyrir þá sem vilja prófa. Ég held að uppskriftin sé upprunalega dönsk þó hún gæti hafa tekið einhverjum breytingum hjá mömmu.

Súkkulaðimúsin hennar mömmu

  • 250 g dökkt súkkulaði
  • 3 egg
  • 60 g sykur
  • 4-5 dl rjómi

Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði og kælið aðeins. Þeytið egg og sykur saman þar til blandan er orðin ljós og létt. Þeytið rjómann.

Hrærið súkkulaðinu saman við eggjablönduna og blandið svo þeytta rjómanum varlega saman við með sleif. Kælið í ískáp í 3 klst áður en borið fram.

7 athugasemdir á “Súkkulaðimúsin hennar mömmu

  1. Ég hlakka til að prófa þessa uppskrift því ég á einnig góðar minningar varðandi súkkulaðimús sem mamma gerði þegar ég var lítil 🙂

  2. Mjög góð súkkulaðimús og það er ekkert mál að búa hana til. Hún er orðin hluti af uppáhaldsuppskriftunum mínum og ég er með hana nokkrum sinnum á ári börnunum mínum til mikillar gleði.

  3. Sæl Svava, takk kærlega fyrir frábæra síðu kíki oft í heimsókn ef mig langar að elda eitthvað spennandi 🙂 Ég var að ferma son minn í vor og notaði þá þessa uppskrift til að setja á milli botna á fermingartertunni (ásamt jarðaberjarjóma) …kom mjög vel út. kv. Guðbjörg

    1. En gaman að heyra og sniðugt hjá þér. Hljómar svakalega vel með jarðaberjarjóma… verð að prófa þetta næst þegar ég verð með veislu! Takk fyrir að segja mér frá 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s