Fyrst af öllu, TAKK fyrir öll like, komment og falleg orð sem þið hafið sent mér eftir að bloggið fór yfir 20.000 fylgjendur á Facebook. Ég get ekki fundið orð til að lýsa því hvað mér þykir vænt um að heyra frá ykkur.
Nú styttist í Eurovision og þá þarf nú heldur betur að vanda valið við veitingarnar. Það þarf að vera stemmning í þessu öllu enda um að gera að nýta öll tækifæri sem gefast til að gera sér glaðan dag og strá smá glimmeri yfir hversdagsleikann. Hér koma fimm einfaldar og góðar tillögur að kvöldverði sem passa vel fyrir eurovisionkvöldið: