Klúbbsamloka með sweet chilli majónesi og jólagjafahugmynd

Klúbbsamloka með sweet chilli majónesi

Ég eignaðist um daginn svo æðisleg eldföst mót sem mér datt í hug að benda á, því mér þykja þau vera sniðug jólagjafahugmynd. Kosturinn við þessi eldföstu mót eru að það er lok á þeim og þau mega fara bæði í ofn og í frysti. Það er því svakalega þægilegt að geyma það sem eftir verður af matnum í þeim, lokinu er bara skellt yfir mótið og sett í kæli eða frysti. Eins er hægt að undirbúa rétti og geyma tilbúna í mótunum í frysti.

Klúbbsamloka með sweet chilli majónesiKlúbbsamloka með sweet chilli majónesi

En að uppskriftinni sem ég ætlaði að setja hingað inn fyrir helgina en náði því ekki. Ég var nefnilega í jólasaumaklúbbi á fimmtudagskvöldinu og á jólahlaðborði í gærkvöldi. Í kvöld væri ég til í þessar samlokur en ég gerði þær um daginn og þær voru svoooo góðar! Frábær helgarmatur og ekki skemmir fyrir að djúpsteikja franskar með (kannski önnur gjafahugmynd, djúpsteikingarpottur? Frábært t.d. að djúpsteikja camembert í þeim). Uppskriftin virðist kannski flókin og hráefnalistinn langur en þegar betur er að gáð þá er þetta nokkuð einfalt og mikið af hráefnunum geta leynst í eldhússkápunum. Uppskriftin gefur fjórar samlokur.

Klúbbsamloka með sweet chilli majónesi

Klúbbsamloka með sweet chilli (uppskrift úr Buffé)

3/4 dl sweet chillisósa
1 msk ferskpressaður sítrónusafi
2 msk rapsolía
4 kjúklingabringur
salt
svartur pipar
rapsolja til að steikja í
140 g beikon
2 tómatar
1 rauðlaukur
1/4 agúrka
6 sneiðar af franskbrauði
Lambhagasalat

Sweet chilli-majónes
2 eggjarauður
1/2 msk hvítvínsedik
3/4 dl sweet chillisósa
salt
svartur pipar
2 dl rapsolía
1 msk fínhökkuð steinselja (ég sleppti því)
1 msk fínhakkað rautt chilli

Hrærið saman sweet chilli, sítrónusafa og rapsolíu. Hellið marineringunni í plastpoka, leggið kjúklinginn í og lokið fyrir. Látið standa í ísskáp í 2 klst.

Sweet chilli majónes:

Hrærið saman eggjarauður, edik, sweet chillisósu, salt og pipar. Bætið olíunni saman við, fyrst ein og einn dropa í einu og síðan í mjórri bunu, og hrærið stöðugt í á meðan (gott að nota handþeytara). Hrærið steinselju og chilli saman við.

Hitið ofninn í 175°. Kryddið kjúklingabringurnar með salti og pipar. Steikið upp úr olíu í um 3 mínútur á hvorri hlið, þar til þær hafa fengið fallegan lit. Setjið kjúklingabringurnar síðan í ofninn í 15-20 mínútur, þar til þær eru full eldaðar. Á meðan er beikonið steikt þar til stökkt og látið renna af því á eldhúspappír.

Skerið tómat, rauðlauk og agúrku í þunnar sneiðar. Hækkið hitastigið á ofninum upp í 225°. Kanntskerið brauðið og skerið hverja brauðsneið í tvennt horna á milli, þannig að úr verði þríhyrningar. Ristið brauðið í ofninum í um 3 mínútur á hvorri hlið. Setjið samlokurnar saman á eftirfarandi máta: Leggið brauðsneið (þríhyrning) á disk og smyrjið með majónesi. Leggið salatblað, lauk, tómat, agúrku, beikon og kjúklingasneiðar yfir. Setjið aðra brauðsneið yfir og endurtakið leikin. Endið á að setja þriðju brauðsneiðina yfir og stingið grillspjóti í gegnum samlokuna til að halda henni saman. Berið fram með chillimajónesinu.

6 athugasemdir á “Klúbbsamloka með sweet chilli majónesi og jólagjafahugmynd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s