Bragðmikið og hollt túnfisksalat með sólþurrkuðum tómötum og ólívum

Túnfisksalat með sólþurrkuðum tómötum og ólívum

Ég hef aldrei haft jafn lítið fyrir jólunum í ár og mér líður eins og ég sé að svíkjast undan eða gleyma einhverju. Jólagjafirnar eru keyptar, smákökurnar hafa verið bakaðar (og borðaðar… og bakaðar aftur) og um daginn sló ég til og keypti gervijólatré. Ég hef undanfarin ár verið með lifandi tré og endurtekið sömu vitleysuna, þ.e. að keyra á milli verslana (tek heilan dag í þetta) og þykja öll tréin ljót, enda á að kaupa það skársta og um leið og ég hef komið með það heim orðið handviss um að tréð sé fullt af pöddum. Þá hef ég sett það í sturtu og látið það dúsa þar yfir nóttina. Á þessum tímapunkti dauðsé ég eftir að hafa keypt lifandi tré og ekki staðið við loforð fyrra árs um að kaupa aldrei aftur lifandi tré. Gjörsamlega galin hegðun sem endurtekur sig á hverju ári! En í ár ákvað ég að láta vaða beint í gervitréið og hlakka til að sleppa við dramakastið. Ég vona að ég eigi ekki eftir að sjá eftir því eða fá dramakast yfir að vera ekki með lifandi tré. Það væri nú eitthvað…

Túnfisksalat með sólþurrkuðum tómötum og ólívum

En á meðan beðið er eftir jólunum reyni ég að halda mér nokkurn veginn á mottunni matarlega séð. Það er jú svo mikil matarveisla framundan. Mér var um daginn bent á túnfisk í chillisósu sem væri svo góður. Ég hef aldrei tekið eftir honum áður en kannski hefur hann verið til lengi? Ég ákvað að nota hann í heilsusamlegt túnfisksalat sem heppnaðist æðislega vel og hefur verið snarlið mitt undanfarna daga. Það er svo gott að eiga salatið í ísskápnum og frábært að setja ofan á hrökkbrauð (og enn betra á Ritzkex). Salatið er bragðmikið og fullkomið sem snarl eða í saumaklúbbinn.

Túnfisksalat með sólþurrkuðum tómötum og ólívum

Bragðmikið túnfisksalat með sólþurrkuðum tómötum og ólívum

  • 1 dós túnfiskur í chillisósu (frá Ora)
  • 5 sólþurrkaðir tómatar frá Sacla
  • 10 ólívur
  • 1/4 – 1/2 rauðlaukur
  • 2 dl kotasæla

Hakkið tómata og rauðlauk, setjið allt í skál og hrærið vel saman.

Túnfisksalat með sólþurrkuðum tómötum og ólívumTúnfisksalat með sólþurrkuðum tómötum og ólívum

2 athugasemdir á “Bragðmikið og hollt túnfisksalat með sólþurrkuðum tómötum og ólívum

  1. Sæl, hvar fékkst þessa tegund af túnfiski,hvorki til í Bónus eða Hagkaup á laugardag !
    Takk fyrir góðar uppskriftir 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s