Gleðilega fyrstu aðventu kæru lesendur. Mikið vona ég að lífið sé notalegt hjá ykkur, að aðventukaffið verði gott og dagurinn ljúfur. Hjá okkur býður pizzaveisla í hádeginu, aðventukaffi seinna í dag og The Good Wife maraþon í kvöld. Síðan ætla ég að gera vikuinnkaup á meðan Gunnar er á fótboltaæfingu í dag. Það er engin ástæða til að bregða út af vananum…
Vikumatseðill
Mánudagur: Ofnbakaður fiskur í paprikusósu
Þriðjudagur: Nautahakkschili með cheddarskonsum
Miðvikudagur: Afgangur frá deginum áður
Fimmtudagur: Spaghetti með ofnbökuðu beikoni í hvítlauksolíu
Föstudagur: Klúbbsamloka með sweet chili majónesi
Með helgarkaffinu: Nutellakökur