Nutellakökur

NutellakökurUm helgina bakaði ég kökur sem vöktu gífurlega lukku hér á heimilinu. Uppskriftina fann ég á sænska kökublogginu Bakverk och fikastunder en þar er hún ein vinsælasta uppskrift bloggsins. Það kemur mér ekki á óvart því kökurnar eru dásamlegar og það tekur nánast enga stund að gera þær.

Nutellakökur

Ef þið hafið meiri sjálfsaga en við þá væri eflaust himneskt að bera þær fram með þeyttum rjóma og berjum, eins og mælt er með, en við vorum of gráðug! Næst ætla ég að prófa það…

Nutellakökur

Nutellakökur (uppskrift frá Bakverk och fikastunder)

  • 2 eggjahvítur
  • 2,5 dl flórsykur
  • 0,5 dl hveiti
  • 0,5 dl kakó
  • 1 tsk vanillusykur
  • 0,75 dl nutella

Hrærið eggjahvítum og flórsykri saman í um 1 mínútu. Hrærið kakó, hveiti, vanillusykri og nutella saman við. Notið tvær skeiðar til að gera 12 deigskammta á smjörpappírsklædda ofnplötu. Bakið við 175° í um 12 mínútur. Látið kökurnar kólna á ofnplötunni.

Nutellakökur

3 athugasemdir á “Nutellakökur

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s