Fiskur í okkar sósu

Fiskur í okkar sósu

Fyrir mörgum árum reif ég blaðsíðu úr Morgunblaðinu, setti í plastvasa og hef passað eins og gull síðan. Ástæðan er einfaldlega sú að blaðsíðan hefur að geyma eina af mínum uppáhalds fiskiuppskriftum. Uppskriftina gaf kona sem hafði átt fiskbúð á Lækjargötu í Hafnarfirði en selt hana. Hún var svo indæl að gefa lesendum blaðsins nokkrar uppskriftir og sú sem er í mestu uppáhaldi hjá mér segir hún að hafi selst eins og heitar lummur í fiskbúðinni. Ég er ekki hissa því rétturin er æðislegur. Sósuna má búa til fyrirfram og hafa tiltæka í ísskápnum en ég sé enga ástæðu til þess því það tekur enga stund að útbúa hana.

Rétturinn hét Fiskur í okkar sósu í blaðinu og hét það eflaust í fiskbúðinni líka. Ég vona að nafnið valdi ekki misskilningi því þó ég vildi glöð hafa fundið sósuna upp sjálf þá gerði ég það ekki. Ég hef ekkert átt við uppskriftina enda þykir mér hún stórgóð eins og hún er.

Fiskur í okkar sósuFiskur í okkar sósuFiskur í okkar sósuFiskur í okkar sósu

Fiskur í okkar sósu (uppskrift fyrir 4-5)

 • 1/2 líter súrmjólk
 • 1 bolli majónes
 • 1 tsk karrý
 • 1/2 tsk túrmerik
 • 1 tsk aromat
 • 1 tsk season all
 • 1 niðurskorið epli
 • 1/4 dós brytjaður ananas
 • 800 g beinlaus ýsa eða þorskur
 • rifinn ostur

Hitið ofninn í 180°. Skerið fiskinn í stóra bita og setjið í eldfast mót. Setjið epli og ananas yfir fiskinn. Hrærið súrmjólk, majónesi, karrý, túrmerik, aromat og season all saman og hellið yfir fiskinn, eplið og ananasinn. Stráið rifnum osti yfir og setjið í ofninn í 20 mínútur. Berið fram með hrísgrjónum eða soðnum kartöflum og salati.

Ein athugasemd á “Fiskur í okkar sósu

 1. Mikið er ég glöð núna. Ég verslaði oft í þessari fiskbúð og þetta var uppáhaldið mitt. Takk fyrir þetta 🙂

  1. En gaman að heyra! Ég gerðist aldrei svo fræg að fara í fiskbúðina en er ósköp glöð yfir að hafa komist yfir þessa dásamlegu uppskrift 🙂

 2. Er hægt að setja eitthvað í staðinn fyrir ananasinn? Ég er ansi hrædd um að bóndinn minn myndi fara í sjoppuna eftir einum hammara ef ég setti ananas í matinn hans! 😉

   1. mín uppskrift er
    fiskur
    ananas
    majones
    karrý
    sveppir
    salt og pipar
    ostur
    Velti fiski úr hveiti, salt og pipar og steiki á pönnu. Elda grjón og set í eldfast mót. Fiskinn ofan á. blanda mayo, ananas safa og karry to taste. Helli yfir fiskinn og svo ananas, sveppi og ost og baka í ofni í 30 mínútur eða svo

   2. það er náttúrulega alveg hægt að nota bara smá af safanum og sleppa sjálfum ananasinum. er það ekki ?

  1. Aromat fæst hér… En Season All fékkst í einhvern tíma í Kosti… veit ekki hvort það fæst ennþá… ég á held ég 2 stóra dúnka og gæti þeirra eins og ormur á gulli….
   Virkilega djúsí uppskrift sem verður prófuð mjög fljótlega

   1. Season All fæst hérlendis. Er í glerbauk með svörtu loki og frá PRIMA á Blönduósi. Snilldarfínt krydd alveg.

 3. Þetta var sko alveg yndisleg máltíð sósan er alveg geggjuð , allir 3strákarnir mínir rosa sáttir og sá 4ára sagði að þetta væri bara eins og súkkulaði þetta væri svo gott 😉

 4. Ég hélt að fólk væri hætt að nota aromat, það er msg ( monosidium glutamat) blandað við salt. Ég myndi bara nota salt. Annars virkar þetta sem girnilegur fiskréttur.

 5. Er þetta skylt „ýsu í okkar sósu“ sem var stundum til í bónus? hrikalega gott en langt síðan ég hef séð það. Var einmitt gert í einhverri fiskbúðinni best að prófa þessa 🙂

 6. Aromat hefur alltaf verið með MSG (Smagforstærker) eins og reyndar flest eða allt frá Knorr. Bara smá innskot. En þessi uppskrift hljómar algjörlega shashy, verð ég að segja, hlakka til að prófa. Takk fyrir.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s