Þá var aftur kominn sunnudagur og tímabært að skipuleggja næstu viku. Ég fór á fleygiferð um bæinn í gær þar sem það vantaði orðið eitt og annað, eins og nýtt lak á rúmið okkar, fótboltasokka á Gunnar og nestisboxin í Ikea (þið vitið, þessi úr glerinu sem eru svo góð). Ég endaði ferðina síðan á stórum vikuinnkaupum. Þegar ég vaknaði í morgun og leit út um gluggan var ég svo fegin að hafa klárað allt í gær, því nú þarf ég ekki að fara út úr húsi í dag. Sumar í gær, vetur í dag. Vonandi kemur vor á morgun!
Vikumatseðill
Mánudagur: Fiskur í okkar sósu
Þriðjudagur: Quiche Lorraine
Miðvikudagur: Kjötbollur í möffinsformi
Fimmtudagur: Pasta með salami og blaðlauki
Föstudagur: Satay kjúklingasalat
Með helgarkaffinu: Sítrónuformkaka