Pasta með salami og blaðlauki

Pasta með salami og blaðlauki

Fyrsti í aðventu er um helgina og því langþráð helgi að renna upp. Hér er búið að bíða með eftirvæntingu eftir aðventukaffinu síðan í lok sumars og núna þegar loksins er komið að þessu þá verður Malín að vinna og Gunnar á æfingu um miðjan sunnudaginn. Við þurfum því að finna góða lausn á málinu. Annað hvort höfum við aðventumorgunkaffi eða kvöldkaffi. Bæði hljómar vel í mínum eyrum.

Pasta með salami og blaðlaukiPasta með salami og blaðlauki

Við ætlum að setja aðventuljósin í gluggana um helgina og jafnvel fær smá jólaskraut að koma úr kössunum. Aldrei þessu vant er ég búin að kaupa allar jólagjafirnar og pakka þeim inn, þannig að desembermánuður mun vera laus við hlaup á milli verslanna og aðallega snúast um að njóta lífsins. Nú þegar eru tvenn jólahlaðborð bókuð ásamt skötuveislu á þorláksmessu og Baggalútstónleikum um miðjan mánuð. Þess á milli ætla ég að dunda mér við smákökubakstur, fara í jólaboð og skemmta mér í jólasaumaklúbbum og vinkonuhittingum. Það sem ég ætla að njóta!

Pasta með salami og blaðlauki

Ég er kannski sein á boltann en ég rakst á ferskt grænmetispasta í búðinni um daginn. Ég vildi að ég hefði uppgötvað það fyrr því pastað er með 40% grænmeti í deiginu og er súpergott! Ég prófaði að nota brokkólípasta í pulsupastaréttinn við miklar vinsældir hjá krökkunum. Í rétti sem inniheldur nánast eingöngu pulsur, rjóma og ost þá var gott að vita af grænmeti þar með.  Síðan prófaði ég gulrótapasta í æðislegan pastarétt og útkoman var svo góð að Jakob spurði hvort við gætum ekki haft þetta á jólunum! Rétturinn passar bæði sem hversdagsréttur eða með góðu hvítlauksbrauði og rauðvíni um helgar. Það tekur svo stuttan tíma að útbúa réttinn og hann er hreint út sagt súpergóður. Vert að prófa!

Pasta með salami og blaðlauki

Pasta með salami og púrrlauk – uppskrift fyrir 4

  • 1 pakki Pastella með gulrótum
  • 100 g Frönsk salami
  • 1/2 blaðlaukur
  • 1,5 dl sýrður rjómi
  • 1,5 dl rjómi
  • 1 msk chilisósa
  • salt og pipar
  • 1 kúla af ferskum mozzarella

Hitið ofninn í 200°.

Sjóðið pastað í söltu vatni í 2-3 mínútur. Leggið til hliðar.

Skerið salami í strimla og hakkið blaðlaukinn. Steikið á pönnu við miðlungsháan hita þar til laukurinn er farinn að mýjkjast. Bætið sýrðum rjóma, rjóma og chilisósu á pönnuna og smakkið til með salti og pipar. Bætið pastanu út í sósuna og blandið vel saman. Setjið yfir í eldfast mót og leggið sneiddan mozzarella yfir. Bakið þar til osturinn hefur bráðnað.

Pasta með salami og blaðlaukiPasta með salami og blaðlaukiPasta með salami og blaðlaukiPasta með salami og blaðlaukiPasta með salami og blaðlaukiPasta með salami og blaðlaukiPasta með salami og blaðlauki

Ein athugasemd á “Pasta með salami og blaðlauki

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s