Sænsk kladdkaka með vanillurjómakremi

Á heimilinu ríkir eintóm hamingja yfir að vera búin að endurheimta Malínu frá Svíþjóð. Hennar hefur verið sárlega saknað og mér finnst hún hafa verið í burtu svo mikið lengur en raun er. Ef einhvern tímann hefur verið tilefni til að fagna þá var það núna. Við vorum með kvöldmat sem okkur finnst hæfa kóngi, kjöt í káli og spánýjar kartöflur. Í eftirrétt var ég með eina af uppáhalds kökunum mínum sem tekur enga stund að gera.

Uppskriftin að kökunni kemur frá margrómuðu kaffihúsi í Stokkhólmi sem heitir Rosendals Trädgårdscafé. Eina dásemdin sem ég hef notið þaðan er uppskriftabók frá þeim sem ég keypti mér fyrir mörgum árum og hef notað vel. Þó mig hafi lengi langað til að fara á kaffihúsið hef ég ekki enn látið verða af því. Ég hef  hins vegar bakað mikið úr bókinni og finnst uppskriftirnar vera mjög góðar.

Vanillurjómakremið finnst mér passa fullkomlega við kökuna. Jarðaberin fullkomna svo herlegheitin og fara einstaklega vel með súkkulaðinu og vanillukreminu.

Sænsk kladdkaka

 • 100 gr smjör
 • 3 dl sykur
 • 2 egg
 • 2 tsk vanillusykur
 • 5 msk kakó
 • 1 1/2 dl hveiti

Hitið ofninn í 175°. Bræðið smjörið í potti og blandið öllum hráefnunum vel saman við. Setjið deigið í smurt form (helst 22 cm) og bakið í ca 30 mínútur. Sigtið flórsykur yfir kökuna áður en hún er borin fram.

Vanillurjómakrem

 • 3 dl rjómi
 • 3 eggjarauður
 • 3 msk flórsykur
 • 1 msk vanillusykur

Hrærið saman eggjarauður, flórsykur og vanillusykur þar til úr verður þykkt og ljóst krem. Þeytið rjómann og blandið saman við eggjablönduna. Hrærið saman í þykkt krem.

4 athugasemdir á “Sænsk kladdkaka með vanillurjómakremi

 1. Æðisleg kaka og ekki skemmir fyrir hvað hún er einföld 🙂 Vanillurjómakremið setur svo alveg punktinn yfir I-ið.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s