Vikumatseðill

Síðasta vinnuvikan mín fyrir sumarfrí er framundan og eins og flesta sunnudaga sit ég við tölvuna og undirbý vikuna. Ég er með svo margar uppsafnaðar uppskriftir frá síðustu vikum sem eiga eftir að koma inn á bloggið og síðan er ég með mikið af uppskriftum sem mig langar að prófa. Listinn er langur! Það verður gaman að fara inn í sumarfríið með gott matarplan.

Lífið hefur snúist svolítið um HM upp á síðkastið. Í gær kom mamma til okkar í vöfflukaffi yfir Svíþjóð-England leiknum og um kvöldið hittumst við SSSskutlurnar og borðuðum saman yfir Rússland-Króatíu. Ég hef aldrei horft jafn mikið á fótbolta eins og undanfarnar vikur. Hef reyndar aldrei horft á fótbolta nema þegar Ísland er að spila landsleiki eða Gunnar að spila með Blikunum. Ég er þó búin að átta mig á að HM er fjör með góðum mat og spennandi leikjum. Hlakka mikið til leikjanna í vikunni og úrslitaleiksins um helgina!

Vikumatseðill

Mánudagur: Einfalt fiskgratín með sveppum

Þriðjudagur: Chili con carne

Miðvikudagur: Blómkálssúpa

Fimmtudagur: Ofnbökuð svínalund með sinnepssveppasósu

Föstudagur: Japanskt kjúklingasalat

Með helgarkaffinu: Uppáhalds vöfflurnar

Vikumatseðill

Þjóðhátíðardagurinn setur svip sinn á komandi viku og aftur er stutt vinnuvika framundan. Við förum alltaf á Rútstún á 17. júní og mér heyrist á krökkunum að það verði engin breyting þar á í ár. Þau vilja hvergi annars staðar vera á þessum degi, enda gaman að vera þar sem vinirnir eru. Nú er bara að vona að verðublíðan sem hefur verið upp á síðkastið haldist.

Ef þið eruð að velta kvöldverðum vikunnar fyrir ykkur þá kemur hér hugmynd að matseðli. Ef þið hafið ekki prófað ofnbökuðu kartöfluhelmingana þá mæli ég með að þið gerið það í snatri. Þeir eru guðdómlegir! Hamborgararnir eru sömuleiðis ómótstæðilegir og mér þykir þetta kombó fara vel á þjóðhátíðardeginum. Það er hægt að undirbúa matinn áður en hátíðarhöldin hefjast og þá tekur enga stund að koma matnum á borðið eftir að komið er heim.

Mánudagur: Steiktur fiskur í kókoskarrý

Steiktur fiskur í kókoskarrý

Þriðjudagur: Heimagerðir hamborgarar og ofnbakaðir kartöfluhelmingar

Hamborgarar

Ofnbakaðir kartöfluhelmingar

Miðvikudagur: Sveppasúpa

Sveppasúpa

FimmtudagurPasta með púrrulauk og beikoni

Pasta með púrrulauk og beikoni

Föstudagur: Indverskur kormakjúklingur og nanbrauð

Indverskur Korma kjúklingur og nan-brauð

Með helgarkaffinu: Drömmekage

Drømkage

Vikumatseðill

Það er orðið langt síðan ég birti hér hugmynd að vikumatseðli. Þið vitið vonandi að ef ykkur vantar hugmyndir að kvöldmat þá getið þið skoðað fyrri matseðla hér. Þessi vika mun hins vegar bjóða upp á svo margt gott og ég veit ekki hvort ég geti beðið eftir japanska kjúklingasalatinu fram á föstudag. Namm!

Fiskur í okkar sósu

Mánudagur: Fiskur í okkar sósu er réttur sem ég fæ ekki leið á.

DSC_7163

Þriðjudagur: Það er orðið allt of langt síðan ég eldaði lasagna með rjómakremi og það kemur því ekki degi of snemma á matseðilinn. Uppskriftin er drjúg og það verður alltaf smá afgangur til að hita upp daginn eftir.

Grjónagrautur

Miðvikudagur: Ég er ekki mikið fyrir grjónagraut en krakkarnir elska hann. Ég hef ekkert fyrir þessum ofnbakaða grjónagrauti og nýti tækifærið til að bjóða þeim upp á hann þegar ég veit að ég mun geta fengið mér afgang frá kvöldinu áður.

Brauð með ítalskri fyllingu

Fimmtudagur: Brauð með ítalskri fyllingu. Ég elska brauð og því kannski engin furða að ég fæ ekki nóg af þessari dásemd.

Japanskt kjúklingasalat

Föstudagur: Japanskt kjúklingasalat þykir mér vera ljúffengur endir á vinnuvikunni. Brjálæðislega gott!

Kladdkaka

Með helgarkaffinu: Sænsk kladdkaka með vanillurjómakremi og jarðaberjum svíkur engan.