Dumle-lengjur

Dumle-lengjurÓ, hvað ég elska helgarfrí. Að sofa út, borða langan morgunverð og byrja daginn rólega. Krakkarnir eru orðnir svo stórir og sofa langt frameftir morgni svo dagarnir byrja mjög rólega hér um helgar. Það er af sem áður var! Strákarnir voru á skemmtilegu námskeiði hjá Náttúrufræðistofu í vikunni, eyddu löngum stundum utanhús og voru dauðuppgefnir í gærkvöldi. Það var því sofið extra lengi í morgun og enn ekki allir komnir á fætur.

Dumle-lengjurÉg myndi helst vilja eiga heimabakaðar smákökur alla daga til að bjóða upp á með kaffinu. Það tekur þó sinn tíma að móta margar litlar kökur og því gríp ég oftar til þess ráðs að baka lengjur sem eru skornar niður í passlegar stærðir. Það tekur enga stund! Ég hef áður birt uppskrift af Daimlengjum sem eru æðislegar og þessar Dumlellengjur gefa þeim ekkert eftir. Það má frysta þær og sagan segir að þær séu himneskar beint úr frystinum ofan í heitan kaffibollann…

Dumle-lengjur

Dumle-lengjur (uppskrift frá Jennys matblogg)

  • 220 g smjör við stofuhita
  • 4 msk ljóst sýróp
  • 5 dl hveiti
  • 2 dl sykur
  • 1 ½ tsk lyftiduft
  • 1 msk vanillusykur
  • 150 g Dumlekaramellur, hakkaðar

Hitið ofninn í 200° og klæðið bökunarplötu með bökunarpappír.

Hrærið sykri og smjöri saman og bætið sýrópinu saman við. Blandið þurrefnunum saman og hrærið í smjörblönduna. Hrærið að lokum hökkuðum Dumlekaramellum í deigið.

Skiptið deiginu í tvennt og rúllið tvær rúllur úr því. Leggið rúllurnar á bökunarpappír og fletjið þær aðeins út með fingrunum. Bakið í miðjum ofni í 8-11 mínútur, eða þar til lengjurnar hafa fengið fallegan lit. Takið úr ofninum og leyfið mesta hitanum að rjúka úr kökunum. Skerið lengjurnar í sneiðar á meðan þær eru heitar og látið þær síðan kólna á grind.

Dumle-lengjur

7 athugasemdir á “Dumle-lengjur

  1. Hér var einmitt sofið til hádegis eftir skemmtilega úti-viku. Þetta er svo girnilegt, ég verð að prófa. Er þetta stökkt eins og kex eða pínu mjúkt? 🙂

    1. Hahaha… já, þau voru alveg búin eftir alla útivistina! En svo útitekin og sælleg 🙂 Kökurnar eru bæði stökkar og seigar, stökkar að utan og seigar að innan. Ekki samt eins og kex.

  2. Gerði tvöfalda og setti beint í frysti, ætla svo að bjóða upp á þetta í afmæli um helgina.
    Alveg rosalega gott 🙂

  3. Geri svona í morgun og jeminn eini hvað þetta er gott. Er mikill aðdáandi þessarar síðu og er búin a prófa margar uppskriftir.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s