Vikumatseðill

VikumatseðillÉg gleðst á hverju ári þegar ég sé mandarínukassana birtast í verslunum. Bæði vegna þess að þær eru svo góðar og líka því þær minna á að það styttist í aðventuna. Ég held að þetta sé uppáhalds árstíminn minn og ég nýt mín sjaldan jafn vel og í desember. Jólatónlistin, baksturinn, undirbúningurinn…. stemningin í loftinu og fiðrildin í maganum.  Ég verslaði fyrstu jólagjafirnar þegar ég gerði vikuinnkaupin í gær en nú er stór taxfree helgi í Hagkaup og því kjörið að nýta sér það til jólainnkaupa. Bæði til að nýta afsláttinn (hann er líka í netversluninni fyrir þá sem kjósa að versla heima í stofu) og líka því það er svo gott að vera í tíma með jólagjafainnkaupin og geta átt desembermánuð náðugan. Síðan er jú einfaldlega ekki hægt að kaupa Quality Street og Nóakonfekt of snemma! Ég vil geta notið þess allan desembermánuð að fá mér mola eftir matinn.

Vikumatseðill

Ofnbakaður fiskur með paprikusósu

Mánudagur: Ofnbakaður fiskur í paprikusósu

Skinku- og spergilkálsbakaÞriðjudagur: Skinku- og spergilkálsbaka

BlómkálssúpaMiðvikudagur: Blómkálssúpa

Einfalt og stórgott lasagnaFimmtudagur: Einfalt og stórgott lasagna

Tælenskur kjúklingur í grænu karrýiFöstudagur: Tælenskur kjúklingur í grænu karrý

Dumle-lengjurMeð helgarkaffinu: Dumle-lengjur

Ein athugasemd á “Vikumatseðill

  1. Alltaf gaman að lesa bloggið þitt.
    Vissi ekki af TaxFree í netverslun Hagkaupa, takk fyrir að taka það fram.
    -B

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s