Tælenskur kjúklingur í grænu karrýi

Tælenskur kjúklingur í grænu karrýi

Ó, hvað það er alltaf notalegt að fá frídag í miðri viku. Að geta vakað lengur, sofið út og fengið langan helgarmorgunverð án þess að það sé helgi. Frábær hversdagslúxus.

Tælenskur kjúklingur í grænu karrýi

Í dag er síðasti vetrardagur og því ákváðum við að vera með góðan kvöldverð. Eftir miklar vangaveltur féll valið á tælenskan. Við erum öll hrifin af tælenskum mat og þar sem ég átti kjúklingabringur lá beinast við að gera kjúklingarétt. Svo var jú mikilvæg að rétturinn yrði stórgóður. Það er jú síðasti vetrardagur og allt.

Tælenskur kjúklingur í grænu karrýi

Ég fékk þennan kvöldverð á heilann. Það var eins og við værum að fá kóngafólk í heimsókn og ég yrði að standa mig. Ég hugsaði um hann í allan dag og um leið og ég kom heim úr vinnunni tók ég fram það sem mig langaði að setja í réttinn og byrjaði að undirbúa. Sumt var ég ekki viss um en ákvað þó að láta vaða og á pönnuna fóru meðal annars hvítlaukur og lemon grass sem reyndust fara stórvel með græna karrýinu.

Tælenskur kjúklingur í grænu karrýi

Úr varð besti tælenski réttur sem ég hef nokkurn tímann borið á borð. Mér þótti hann dásamlegur. Okkur þótti það öllum. Rétturinn var svo bragðgóður og yfir hann settum við hakkaðar salthnetur, vorlauk og ferskt kóriander sem fullkomnaði allt.  Okkur tókst að kveðja veturinn með stæl og á morgun ætlum við að bjóða sumarið velkomið með grillveislu. Vertu ávalt velkomið sumar, ég vona að þú dveljir sem lengst hjá okkur.

Tælenskur kjúklingur í grænu karrýi

Tælenskur kjúklingur í grænu karrýi

 • 900 g kjúklingabringur
 • 2 msk rapsolía
 • 2 -2,5 msk green curry paste frá Thai Choice
 • 2 hvítlauksrif, fínhökkuð
 • 1 tsk lemon grass frá Thai Choice
 • 1 tsk hrásykur
 • 2 msk fish sauce
 • 1 dós kókosmjólk (400 ml.) frá Thai Choice
 • 1 sæt kartafla, skorin í teninga
 • salthnetur, grófsaxaðar
 • vorlaukur, skorin í sneiðar
 • ferskt kóriander
 • hrísgrjón
 • lime

Hitið olíu á pönnu og setjið hvítlauk og karrýmauk saman við. Steikið við miðlungsháan hita í 1 mínútu. Bætið kjúklingnum á pönnuna og steikið áfram í aðra mínútu. Setjið fiskisósu, lemon grass og hrásykur á pönnuna og látið malla í 3-4 mínútur. Bætið sætum kartöflum á pönnuna og hellið kókosmjólk yfir. Látið sjóða þar til kartöflurnar eru soðnar.

Berið fram með hrísgrjónum, limebátum, salthnetum, vorlauk og fersku kóriander.

Tælenskur kjúklingur í grænu karrýi

4 athugasemdir á “Tælenskur kjúklingur í grænu karrýi

 1. Þetta var æðislegt, einfalt og gott! Hefði líka verið mjög fljótlegt – ef ég hefði ekki gleymt að sjóða hrísgrjónin! 🙂

  Takk fyrir okkur!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s