Ný vika framundan og fyrsta heila vinnuvikan mín í hálfan mánuð. Ég get ekki beðið! Þessi vika verður frábrugðin öðrum að því leyti að strákarnir fara með mömmu til systur minnar í Köben á miðvikudagsmorgni og verða út vikuna. Ég mun sakna þeirra hrikalega en þeir hafa talið dagana í fleiri vikur og ráða sér varla af tilhlökkun. Í fjarveru þeirra verður fámennt við matarborðið en það má þó alltaf gera vikumatseðil og hér kemur mín tillaga.
Vikumatseðill
Mánudagur: Steiktur fiskur í pulsubrauði
Þriðjudagur: Ofnbakaðar kjötbollur
Miðvikudagur: Skinku- og spergilskálsbaka
Fimmtudagur: Tacolasagna
Föstudagur: Tælenskur kjúklingur í grænu karrýi
Með helgarkaffinu: Vöfflur