Pasta með kjúklingi í pestórjómasósu

Pasta með kjúklingi í pestórjómasósuEnn ein helgin framundan og ég ætla aftur að koma með hugmynd að föstudagsmat. Það hafa eflaust fáir gaman af því að ráfa hugmyndasnauðir um matvörubúðina eftir vinnu á föstudögum, þegar hugurinn er kominn heim í helgarfrí. Það þarf fá hráefni í þennan dásamlega kjúklingarétt sem tekur enga stund að reiða fram þegar heim er komið. Ferskur parmesan þykir mér nauðsynlegur með og ekki skemmir fyrir að hita gott hvítlauksbrauð og bera fram með réttinum. Súpergott!

Pasta með kjúklingi í pestórjómasósu

Pasta með kjúklingi í pestórjómasósu

  • 2 kjúklingabringur
  • 1 rauð paprika
  • 6 stórir sveppir
  • smjör til að steikja í
  • 4 dl rjómi
  • 5 msk gott grænt pestó
  • salt
  • 1/2 kjúklinga- eða grænmetisteningur (má sleppa)
  • pasta

Skerið kjúklingabringur í litla bita og steikið þá í smjör þar til þeir hafa fengið fallega steikingarhúð. Hakkið sveppi og papriku og steikið með kjúklingnum í smá stund. Hellið rjóma yfir og látið sjóða saman við vægan hita til að hann taki bragð af paprikunni og sveppunum. Hrærið pestó út í og smakkið til með salti. Þið gætuð þurft að bæta smá pestó til viðbótar í og jafnvel 1/2 teningi, smakkið til!

Sjóðið pasta eftir leiðbeiningum á pakkningu. Berið fram með ferskum parmesan og njótið.

2 athugasemdir á “Pasta með kjúklingi í pestórjómasósu

  1. Sæl, takk fyrir frábært matarblogg, ég nota það mikið. Ætla að baka Sörur og nota uppskriftina frá þér. Ertu að tala um fljótandi síróp eða þetta í járndósunum ?

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s