Carnita taco

Carnita tacoGleðilegt ár kæru lesendur. Það varð óvænt smá pása hér á blogginu en nú dettur allt í rútínu aftur. Ég vona að þið hafið haft það gott yfir hátíðirnar og að nýja árið leggist vel í ykkur. Við áttum yndisleg jól og borðuðum yfir okkur oft á dag, alveg eins og það á að vera. Þess á milli var spilað, lesið, farið á skíði, í jólaboð, vakað fram eftir nóttu og sofið fram eftir degi. Dásamlegt í alla staði.Carnita taco

Ég ætla að taka saman vinsælustu uppskriftirnar á árinu sem leið en núna ætla ég að gefa uppskrift af frábærum helgarmat. Mér þykir kjörið að gera þennan rétt um helgar því kjötið þarf dágóðan eldunartíma og mér þykir alltaf dálítið notalegt að dunda mér heima um helgar á meðan kvöldmaturinn sér um sig sjálfur á eldavélinni. Carnita taco

Kryddblandan sem notuð er í marineringuna dugar margfallt þannig að það er um að gera að geyma hana í lokuðum umbúðum og nota síðan aftur og aftur. Hún er glettilega góð og það verður enginn svikinn af því að eiga hana í búrskápnum. Passið bara að skella henni ekki allri út á kjötið, það gæti orðið full mikið af því góða.

Carnita taco

Carnita taco (uppskrift úr Texmex från grunden)
 • 1 kg beinlaus svínabógur (eða annað svínakjöt, t.d. kótilettur)
 • 2 msk kryddblanda (uppskrift fyrir neðan)
 • 1 lime
 • 1 appelsína
 • 1 msk sojasósa
 • 1 tsk cumin
 • 5 hvítlauksrif
 • 1/2 – 1 líter Coca cola

Kryddblanda

 • 3 msk paprikukrydd
 • 1 tsk cayennepipar
 • 1 tsk hvítur pipar
 • 1 msk hvítlaukskrydd
 • 1 msk chilikrydd
 • 1 msk þurrkað oregano
 • 1 msk salt

Blandið öllu saman.

Skerið kjötið í litla bita og nuddið kryddblöndunni (ath. að nota bara 2 msk af henni) og cumin. Pressið lime- og appelsínusafa yfir og hellið sojasósu yfir. Bætið fínhökkuðum hvítlauk saman við og blandið öllu vel saman. Látið standa að minnsta kosti 1 klst. en gjarnan lengur (það er t.d. upplagt að gera þetta kvöldið áður til að flýta fyrir).

Steikið kjötið við háan hita og hellið afgangs marineringu yfir. Hellið Coca Cola yfir þannig að það næstum fýtur yfir kjötið og látið sjóða undir loki í amk 2 klst. Fylgist með og bætið Coca Cola á eftir þörfum. Undir lokin á suðutímanum á vökvinn að vera farinn. Tætið kjötið í sundur áður en þið berið það fram.

 Mangósalsa
 • 2 mangó, skorin í teninga (má nota frosið mangó)
 • 1/2 pakkning kóriander
 • safi úr 1-2 lime
 • biti af fínhökkuðu chili (fjarlægið fræin ef þið viljið ekki hafa salsað sterkt)
 • 1/2 tsk salt
Blandið öllum hráefnunum saman og geymið í ísskáp þar til borið fram.
Carnita tacoCarnita tacoCarnita taco
Berið fram í tortillakökum með guacamole og sýrðum rjóma, eða því sem hugurinn girnist.

2 athugasemdir á “Carnita taco

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s