Ég og strákarnir skutumst í Hagkaup í seinnipartinn í gær eftir smá laugardagsnammi. Yfirleitt enda slíkar ferðir í vitleysu og þegar í búðina er komið þykir mér ekkert eðlilegra en að kaupa sælgæti í kílóavís, snakk, ídýfu og gos. Í gær tók ferðin þó óvænta stefnu þegar ég rak augun í múslí og granóla frá sænska Paulúns. Ég get orðið svo glöð yfir nýjungum í matvörubúðunum og þegar nýjungarnar eru sænskar æsist ég öll upp í nostalgíukasti. Þannig að í staðin fyrir að fylla körfuna af sælgæti og snakki gengum við út með múslí, granóla, ab-mjólk, banana. Strákarnir fengu smá nammi sem ég síðan endaði á að borða frá þeim. Nú vona ég bara að ég eigi eftir að sjá fleiri vörur frá Paulúns í hillunum, supermixið stendur efst á óskalistanum mínum.
Vikumatseðill
Mánudagur: Þorskur í ljúffengri karrýsósu
Þriðjudagur: Kjötbollur með mozzarella og basiliku
Miðvikudagur: Mögulega besta tómatsúpa í heimi
Fimmtudagur: Pasta með beikoni, sveppum og sólþurrkuðum tómötum
Föstudagur: Carnito taco
Með helgarkaffinu: Möndlukaka
Ein athugasemd á “Vikumatseðill”