Tacogratín

TacogratínÞar sem það styttist í helgina datt mér í hug að koma með hugmynd að föstudagsmat. Það hljóta fleiri en ég að vera byrjaðir að huga að honum. Það er jú svoooo notalegt að koma heim eftir vinnudaginn með helgarfrí framundan og mér þykir tilheyra að gera vel við sig með góðum mat. TacogratínTacogratínTacogratín

Mér þykir oft gott að vera með tacos á föstudagskvöldum því það er bæði fljótlegt og gott. Það má útfæra það á ýmsan hátt og gaman að breyta til og prófa sig áfram. Þetta tacogratín vorum við með um síðustu helgi og okkur þótti það æðislegt. Strákarnir notuðu nachosflögurnar sem hnífapör í gratínið sem var stórsniðugt og gott. Það tekur enga stund að útbúa réttinn og hann er því kjörinn föstudagsmatur!

Tacogratín

  • 1 krukka tacosósa (225 g)
  • 1 1/2 dl ostasósa (þessar í glerkrukkunum hjá mexíkóvörunum í búðunum)
  • 1 dl maísbaunir
  • 500-600 g nautahakk
  • 1 pakki tacokrydd
  • 2,5 dl sýrður rjómi
  • 2,5 dl rifinn ostur, t.d. cheddar
  • nokkrir kirsuberjatómatar

Setjið tacosósu í botn á eldföstu móti og setjið ostasósu yfir í litlum doppum (það getur verið erfitt að dreifa úr henni þannig að mér þykir best að nota litla skeið og setja ostasósuna sem víðast yfir tacosósuna). Setjið maísbaunir yfir. Steikið nautahakk á pönnu og kryddið með tacokryddi. Setjið nautahakkið yfir maísbaunirnar. Skerið kirsuberjatómata í bita og dreifið yfir. Hrærið að lokum saman sýrðum rjóma og rifnum osti og setjið yfir réttinn. Setjið í 200° heitan ofn í ca 15-20 mínútur, eða þar til osturinn er bráðnaður og rétturinn heitur i gegn.

Berið fram með nachos, guacamole og góðu salati.

 

Ein athugasemd á “Tacogratín

  1. Takk fyrir allar þessar dásamlegu uppskirftir 😉 Hef prófað ansi margar og þær falla allar í kramið hjá öllum á heimilinu.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s