Pizzu-ídýfa

Í kvöld vorum við svo spennt að sjá handboltaleikinn kl. 18.30 að ég ákvað að hafa eitthvað fljótlegt sem hægt væri að borða fyrir framan sjónvarpið. Þá mundi ég eftir þessari uppskrift sem ég hafði séð á Pinterest og hef lúmskt verið að bíða eftir tækifæri til að gera.

Þessi pizzu-ídýfa er ofboðslega fljótleg að gera og okkur fannst hún alveg svakalega góð. Þetta er matur sem er ekki hægt að hætta að borða og við borðuðum þar til við sprungum. Ég bar ídýfuna fram með nýbökuðu baguette og var með þrjú niðurskorin baguette. Ég myndi segja að það passi fyrir 4-5.

Pizza-ídýfa

  • 115 gr rjómaostur við stofuhita
  • 1/4 bolli sýrður rjómi
  • 1/4 bolli majónes
  • 1/2 bolli rifinn mozzarella ostur
  • 1/4 bolli rifinn parmesan
  • 1 bolli pizza sósa
  • 1/2 bolli rifinn mozzarella
  • 1/4 bolli rifinn parmesan
  • ca 50 gr pepperóní, skorið í smáa bita
  • 2 msk græn paprika, smátt skorin
  • 2 msk svartar ólífur, sneiddar í bita

Hitið ofninn í 180°. Blandið rjómaosti, sýrðum rjóma, majónesi, mozzarella og parmesan saman og breiðið yfir botn á eldföstu móti. Breiðið pizza-sósuna yfir og dreifið mozzarella ostinum, parmesan, pepperoni, grænu paprikunni og ólívunum yfir. Hitið í ofninum í ca 20 mínútur eða þar til það sýður meðfram kanntinum og osturinn er bráðinn og kominn með fallegan lit. Berið fram með nýbökuðu baguette.

3 athugasemdir á “Pizzu-ídýfa

  1. T
    hetta verdum vid Gróa ad gera handa skøtuhjúunum og okkur. Vid erum ad taka yfir eldamennskuna hérna í Køben.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s