Tikka masala kjúklingur að hætti Jamie Oliver

Ég hef oft horft á þessa uppskrift og skil ekki af hverju ég hef ekki eldað hana fyrr. Uppskriftin kemur úr bók sem heitir Jamie Oliver; Jamie´s dinners og þó það séu mörg ár síðan ég eignaðist bókna þá held ég að þetta sé fyrsta uppskriftin sem ég elda úr henni.

Ég á nokkrar uppskriftabækur eftir Jamie Oliver og hef aldrei eldað annað en góðan mat upp úr þeim. Þær eru algjör gullnáma og alltaf hægt að treysta á þær. Ég varð því fyrir miklum vonbrigðum þegar við fórum á Jamie Oliver staðinn í Covent Garden í London því maturinn þar var sá lakasti sem við borðuðum í allri ferðinni.

Þessi tikka masala kjúklingur er einn sá besti sem ég hef smakkað. Okkur fannst hann öllum alveg æðislegur og ég hefði verið alsæl hefði ég fengið hann í Covent Garden. Ég er samt fegin að ég eldaði hann bara hér heima því þá get ég gert hann aftur fljótlega.

Tikka Masala kjúklingur

 • 6 hvítlauksrif
 • 7,5 cm engifer
 • 2-3 fersk rauð chilli, fræhreinsuð
 • 1 msk sinnepsfræ
 • 1 msk paprikuduft
 • 2 tsk cumin
 • 2 tsk kóriander
 • 3 msk garam masala
 • 200 gr jógúrt
 • 4 kjúklingabringur, skornar í grófa bita
 • 1 msk smjör
 • 2 miðlungs laukar, afhýddir og skornir í fínar sneiðar
 • 2 msk tómat purée
 • lítið handfylli af fínmöluðum cashew hnétum
 • sjávarsalt
 • 115 ml rjómi
 • handfylli af ferskum kóriander, hakkað
 • safi af 1-2 lime

Rífið hvítlauk og engifer á fínasta hlutanum á rifjárninu og setjið í skál. Skerið chilli-ið eins fínt niður og þið getið og bætið í skálina með hvítlauknum og engiferinu. Hitið góða skvettu af ólivuolíu á pönnu og setjið sinnepsfræin á pönnuna. Þegar þau byrja að skoppa eru þau tekin af pönnunni og bætt í hvítlauks- og engiferblönduna ásamt paprikudufti, cumin, kórialnder og 2 msk af garam masala. Setjið helminginn af þessari blöndu í skál og bætið jógúrtinu og kjúklingabitunum í skálina. Hrærið og leyfið að marinerast í ca 30 mínútur.

Bræðið smjörið á pönnunni sem sinnepsfræin voru á og bætið fint skornum lauknum á pönnuna ásamt seinni helmingnum af kryddblöndunni.  Leyfið þessu að eldast á pönnunni við vægan hita í 15 mínútur án þess að brúna blönduna of mikið. Á meðan kemur dásamleg lykt í eldhúsið. Bætið tómat purée, fínmöluðum hnétunum, hálfum lítra af vatni og hálfri teskeið af salti. Hrærið vel og látið sjóða við vægan hita í nokkrar mínútur. Takið af hitanum og leggið til hliðar.

Steikið kjúklinginn við háan hita á pönnu eða grillið þar til hann er eldaður í gegn.

Hitið sósuna aftur og bætið rjómanum út í ásamt einni matskeið af garam masala. Smakkið til og bætið við kryddi eftir þörfum. Um leið og suðan kemur upp er sósan tekin af hitanum og kjúklingnum bætt út í. Smakkið aftur til  og stráið ferskum kóriander yfir ásamt lime-safanum. Berið fram með basmati hrísgrjónum, nanbrauði og köldum bjór.

8 athugasemdir á “Tikka masala kjúklingur að hætti Jamie Oliver

 1. Vá hvað þessi réttur er girnilegur. Hlakka til að prófa hann.
  Kær kveðja og knús frá okkur í Sverige

 2. Eldaði þennan rétt og hann er alveg dásamlegur. Allir hæstánægðir. Setti reyndar svolítið mikið af ferskum Kóríander bara af því að mér þykir það svo gott. Alveg dásamlegur réttur eins og allt á þessari frábæru síðu hjá þér 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s