Kjúklingagratín með tómat- og ostasósu

Kjúklingagratín með tómat- og ostasósu

Mér þykir tíminn fljúga frá mér þessa dagana. Helgin leið á ógnarhraða og í gærkvöldi var okkur boðið í mat til mömmu þar sem við fengum æðislega blálöngu með ólívum, sólþurrkuðum tómötum, hvítlauk og fleira góðgæti og borið fram með sætri kartöflustöppu. Synd að myndavélin gleymdist heima því annars hefði ég myndað og sníkt uppskriftina fyrir ykkur.

Kjúklingagratín með tómat- og ostasósu

Það er þó hvergi að örvænta því ég luma á æðislegri uppskrift sem ég ætlaði að deila með ykkur í gær en komst aldrei í það. Ég lét nefnilega verða af því að prófa kjúklingauppskrift sem ég hef horft hýru auga til allt árið en af óskiljanlegum ástæðum látið þar við sitja. Þegar við vorum að gæla við þá hugmynd að elda eitthvað gott á laugardagskvöldinu ákvað ég að nú væri tími til kominn að prófa uppskriftina. Það reyndist frábær ákvörðun því rétturinn var æðislegur og vakti gífurlega lukku meðal viðstaddra. Uppskriftin er ykkar ef þið viljið líka prófa. Ég mæli með því!

Kjúklingagratín með tómat- og ostasósu

Kjúklingagratín með tómat- og ostasósu (uppskrift frá Matplatsen)

  • 800 g kjúklingabringur

Tómatsósa:

  • 1 dós hakkaðir tómatar (ég mæli með Hunt’s roasted garlic, passaði súpervel)
  • 3 msk tómatpuré
  • ½ rauð paprika
  • ½ gul paprika
  • 1 tsk ferskt rautt chili (ég tók fræin úr, krakkana vegna)
  • 1 hvítlauksrif
  • salt og pipar

Ostasósa:

  • 1 msk smjör
  • 1 msk hveiti
  • 3 dl mjólk
  • 50 g sterkur gouda ostur
  • salt og pipar

Toppur:

  • 2 fínhakkaðir skarlottulaukar
  • 1-2 dl kasjúhnetur
  • fersk basilika

Hitið ofninn í 200°.

Byrjið á tómatsósunni. Skerið paprikur í teninga og fínhakkið chili og hvítlauksrif. Setjið í matvinnsluvél ásamt tómötum og tómatpure og mixið saman í 10 sekúndur. Þetta er líka hægt að gera með töfrasprota.  Saltið og piprið.

Kjúklingagratín með tómat- og ostasósu

Kjúklingagratín með tómat- og ostasósu

Ostasósan: Bræðið smjörið í potti og hrærið hveitinu saman við. Setjið 1,5 dl af mjólk saman við og látið suðuna koma upp á meðan hrært er í pottinum. Bætið restinni af mjólkinni út í og látið suðuna koma aftur upp. Takið af hitanum og hrærið rifnum osti saman við. Saltið og piprið.

Kjúklingagratín með tómat- og ostasósu

Skerið kjúklingabringurnar í bita og leggið í eldfast mót. Saltið og piprið. Hellið tómatsósunni yfir kjúklingabitana og síðan ostasósunni. Stráið hökkuðum skarlottulauk og kasjúhnetum yfir. Bakið í ofni í 20-25 mínútur, eða þar til kjúklingurinn er full eldaður. Stráið feskri basiliku yfir réttinn áður en hann er borinn fram. Berið fram með pasta, hrísgrjónum eða salati.

Kjúklingagratín með tómat- og ostasósuKjúklingagratín með tómat- og ostasósuKjúklingagratín með tómat- og ostasósu

6 athugasemdir á “Kjúklingagratín með tómat- og ostasósu

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s