Þeir eru orðnir ansi margir vikumatseðlarnir hér á blogginu og enn held ég áfram að bæta í safnið. Mér þykir svo gott að vita hvað ég er að fara að borða í kvöldmat og stundum hlakkar mig til allan daginn að komast heim og byrja að elda matinn. Það er misjafnt hvað hentar fólki en fyrir mig einfaldar svona skipulag lífið til muna. Hér kemur því enn ein tillagan að vikumatseðli.
Mánudagur: Þorskur undir krydduðum osta- og rasphjúp
Þriðjudagur: Pulsu- og makkarónuskúffa
Miðvikudagur: Blómkálssúpa og sýrópsbrauð
Fimmtudagur: Kjúklinga Pad Thai
Föstudagur: Tortillakaka
Með helgarkaffinu: Drømmekage