Súpergott sýrópsbrauð

Súpergott sýrópsbrauð

Síðasta laugardag bakaði ég æðislegt brauð sem við lifðum á yfir helgina. Ég nýt enn góðs af því og sit hér með morgunmatinn minn yfir tölvunni, nýristaða brauðsneið með miklu smjöri og osti. Uppskriftin er nefnilega svo stór að það er upplagt að skera brauðið niður og frysta það á meðan það er enn svolítið volgt. Klikkgott!

Súpergott sýrópsbrauð

Sýrópsbrauð

  • 1 líter súrmjólk eða ab-mjólk
  • 400 g rúgmjöl
  • 600 g hveiti
  • 3 dl sýróp
  • 4 tsk matarsódi
  • 2 tsk lyftiduft

Setjið súrmjólk og sýróp í stóra skál og hrærið saman þar til hefur blandast vel. Bætið öllum öðrum hráefnum í og hrærið saman í kekkjalaust deig. Setjið deigið í smurt (eða bökunarpappírsklætt) eldfast mót í stærðinni 25 x 30 cm. Látið inn í kaldann ofn. Kveikið því næst á ofninum og hitið hann upp í 150°. Bakið brauðið í um klukkustund frá því að það er sett inn í kalda ofninn. Ef þið notið hitamæli í brauðið þá er það tilbúið við 97°.

Súpergott sýrópsbrauðSúpergott sýrópsbrauðSúpergott sýrópsbrauðSúpergott sýrópsbrauðSúpergott sýrópsbrauð

 

3 athugasemdir á “Súpergott sýrópsbrauð

  1. Í mínum ofni þurfti það 2 og 1/2 klst. þar til mælirinn sýndi 97 gráður. Mjög gott brauð, geri það örugglega oftar.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s