Karamellubrúnkur með botni úr saltstöngum

Karamellubrúnkur með saltstöngum

Mér þykir vikan hafa flogið frá mér og nú er helgin handan við hornið. Ég var í matarboði í gær, fer í saumaklúbb í kvöld og annað kvöld ætlum við út að borða þannig að það fer lítið fyrir eldamennskunni hjá mér þessa dagana. Þegar ég var með saumaklúbbinn hjá mér fyrir jól var ég með eftirrétt sem var hálf misheppnaður en þó á sama tíma mjög lofandi. Það sem klikkaði var að karamellan sauð of lengi og varð því of hörð. Nú hef ég hins vegar gert kökuna aftur og í þetta sinn varð karamellan svo passlega mjúk og kakan svo æðislega góð að ég verð að koma uppskriftinni hingað inn. Þunnur og stökkur botn úr saltstöngum, mjúk brúnka sem er örlítið blaut í sér og mjúk karamella með sjávarsalti yfir. Svo ólýsanlega gott. Það er þess virði að bruna út í búð og kaupa hitamæli til að karamellan verði fullkominn. Annars þarf að passa vel að sjóða hana ekki of lengi!

Karamellubrúnkur með saltstöngum

Karamellubrúnkur með botni úr saltstöngum – uppskrift úr Buffé

Botn:

  • 125 g saltstangir
  • 75 g smjör, brætt
  • 2 tsk sykur

kaka:

  • 400 g suðusúkkulaði (eða 70% súkkulaði)
  • 175 g smjör
  • 5 egg
  • 4 ½ dl púðursykur
  • 1 tsk vanillusykur
  • 1 tsk salt
  • 1 ½ dl hveiti (90 g)

Karamella

  • 50 g smjör
  • 1 ½ dl sykur
  • 1 ½ dl rjómi
  • 3/4 dl sýróp
  • 2 tsk maldonsalt

Hitið ofn í 175°. Byrjið á botninum. Vinnið saltstangirnar, smjör og sykur saman í matvinnsluvél í grófa mylsnu. Þrýstið mylsnunni í botninn á eldföstu formi í stærðinni 25 x 30 cm, sem hefur verið klætt bökunarpappír. Bakið í miðjum ofni í 6 mínútur. Takið út og látið kólna.

Karamellubrúnkur með saltstöngumKaramellubrúnkur með saltstöngum

Kakan: Grófhakkið súkkulaðið og bræðið ásamt smjöri í skál yfir vatnsbaði. Leggið til hliðar og látið kólna aðeins. Hrærið egg, púðursykur, vanillusykur og salt saman þar til blandan er orðin létt í sér. Bætið súkkulaðismjörinu saman við á meðan hrært er í blöndunni. Siktið hveitið í deigið og hrærið saman í slétt deig. Hellið deiginu yfir botninn og bakið í miðjum ofni í 30-35 mínútur. Kakan á að vera aðeins blaut í sér. Látið kökuna kólna áður en karamellan er sett yfir.

Karamella: Setjið smjör, sykur, rjóma og sýróp í pott. Látið suðuna koma upp og sjóðið á miðlungshita þar til 120° er náð. Hrærið annað slagið í pottinum.

Hellið karamellunni yfir kökuna og dreifið úr henni þar til hún myndar jafn lag yfir kökunni. Stráið maldonsalti yfir. Látið kólna í ísskáp og skerið síðan í smáa bita.

Karamellubrúnkur með saltstöngum

3 athugasemdir á “Karamellubrúnkur með botni úr saltstöngum

  1. Fékk þessar geggjuðu brúnkur á afmælisdaginn minn frá vinkonu minni 😊
    Algjörlega æðislegar og allir sem fengu að smakka voru ótrúlega hrifnir 😋

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s