Tacobaka á pönnu

 

Mér þykir mexíkóskur matur vera svo góður helgarmatur, sérstaklega á föstudagskvöldum þegar enginn nennir að standa lengi í eldhúsinu eftir vinnuvikuna og sjónvarpssófinn lokkar sem aldrei fyrr. Við fáum heldur ekki leið á mexíkóskum mat og ef það er afgangur læt ég hann oft standa á borðinu því það er haldið áfram að narta í hann fram eftir kvöldi.

Ég keypti mér nýja matreiðslubók þegar ég var í Boston um daginn og var búin að ákveða að elda tacoböku úr henni í gærkvöldi. Þegar ég hins vegar ætlaði að byrja að elda komst ég að því að ég átti ekki hráefnin í hana. Ég nennti alls ekki út í búð (nennir því einhver eftir að vera komin heim á föstudegi?) og ákvað því að nota það sem til var í skápunum og útbúa svipaðan rétt. Útkoman varð æðislega góð og sló í gegn hjá krökkunum.

Það tók enga stund að koma matnum á borðið og það væri hægt að flýta enn meira fyrir (og stytta kryddlistann) með því að nota tacokryddið í bréfunum. Ég átti það bara ekki til. Eins er hægt að skipta baununum út fyrir þær baunir sem eru í uppáhaldi, eða bara sleppa þeim. Mér þykja pintobaunir þó passa mjög vel í mexíkóskum mat. Það er eflaust gott að bera réttinn fram með grænmeti og salsa- og/eða ostasósu í tortillum. Ég bar hann bara fram með nachos, salsasósu, heitri ostasósu og sýrðum rjóma, svolítið eins og supernachos. Svo brjálæðislega gott!

Tacobaka á pönnu 

  • 1 laukur, hakkaður
  • 1 rautt chillí, fræhreinsað og hakkað
  • 550 g nautahakk
  • 1 tsk chillí krydd
  • 1 tsk salt
  • 1/2 tsk laukrydd
  • 1/2 tsk oregano
  • 1/2 tsk kúmín
  • 1/2 tsk rauðar piparflögur (red pepper flakes)
  • 1/2 tsk paprikukrydd
  • 1/4 tsk cayenne
  • 1 dós hakkaðir tómatar
  • 1 dós pintobaunir
  • 2 dl maísbaunir
  • handfylli af rifnum osti
  • avokadó
  • ferskt kóriander

Hitið olíu á pönnu við miðlungsháann hita og mýkjið lauk og chillí. Hækkið hitann og bætið nautahakkinu á pönnuna. Steikið hakkið þar til fulleldað og kryddið með kryddunum. Bætið hökkuðum tómötum, baunum og maísbaunum á pönnuna og látið sjóða saman við vægan hita í um 10 mínútur. Stráið rifnum osti yfir og látið bráðna undir loki. Berið fram beint af pönnunni.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s