Pannacotta með hindberjasýrópi

Pannacotta með hindberjasýrópiSólin skín, það er laugardagur og í dag fæ ég manneskju sem ég hef saknað heim eftir 9 daga fjarveru. Ég fæ fiðring í magann við tilhugsunina…

Pannacotta með hindberjasýrópi

Í kvöld ætla ég að elda marbella kjúkling handa okkur og gera einhvern góðan eftirrétt. Mig langar mest í pannacotta og ætla að fletta uppskriftabókunum í von um að finna það sem ég hef í huga. Um daginn gerði ég pannacotta með hindberjasýrópi sem var æðislegt og verður jafnvel aftur fyrir valinu í kvöld. Frábær eftirréttur sem hægt er að gera tilbúinn áður en gestirnir koma og mun vafalaust vekja lukku.

Pannacotta með hindberjasýrópi

Pannacotta með hindberjasýrópi (fyrir 4) – uppskrift frá Matplatsen

  • 5 dl rjómi
  • 1 vanillustöng
  • ½ dl sykur
  • 2 matarlímsblöð

Hindberjasýróp

  • 200 g frosin hindber
  • 1 dl sykur
  • 1 heilt stjörnuanis

Leggið matarlímsblöðin í kalt vatn. Skerið vanillustöngina í tvennt og skafið úr henni í pott. Fínhakkið stöngina og látið hana líka í pottinn. Hellið rjóma og sykri yfir og hrærið saman. Hitið upp að suðu og látið sjóða saman í nokkrar mínútur. Takið matarlímsblöðin úr vatninu, kreistið mesta vatnið frá og setjið þau í pottinn. Hrærið varlega í pottinum þar til matarlímsblöðin hafa bráðnað. Setjið pannacottað í 4 skálar og kælið í að minnsta kosti 3 klst.

Gerið sýrópið á meðan pannacottað stífnar í ísskápnum. Bræðið sykur í potti við vægan hita. Passið vel að hann brenni ekki og reynið að hræra sem minnst í honum. Þegar sykurinn hefur bráðnað nánast að fullu er frosnum hindberjum og stjörnuanis bætt saman við og hrært vel í. Frosin hindberin valda því að sykurinn harðnar aftur en hann mun bráðna fljótlega. Látið sýrópið sjóða í um 10 mínútur. Látið það kólna aðeins og látið það síðan renna í gegnum sigti til að fá hreint rautt sýróp án kjarna.

Hellið þunnu lagi af sýrópinu yfir pannacottað og skreytið ef til vill með berjum.

4 athugasemdir á “Pannacotta með hindberjasýrópi

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s