Þykkbotna pönnupizza

Þykkbotna pönnupizza

Það styttist í helgina og þegar krakkarnir spurðu mig áðan hvort við gætum ekki haft pönnupizzuna í matinn á morgun þá áttaði ég mig á því að ég hef ekki enn gefið ykkur uppskriftina að þessu nýja uppáhaldi hjá þeim.

Fyrir allnokkru þegar ég var að blaða í ELLE mat & vin-tímariti rak ég augun í uppskrift að pönnupizzu. Ég bakaði pizzuna strax í sömu viku og hún hefur verið fastur liður á matseðlinum síðan þá. Hvaðan pizzan fær nafnið pönnupizza er mér þó hulin ráðgáta, þar sem hún er bökuð á ofnplötu eins og venjulegar pizzur, en ekki ætla ég, smáborgarinn sjálfur,  að deila við jafn flott tímarit og ELLE er.

Þykkbotna pönnupizza

Hvort sem það er rétt að kalla pizzuna pönnupizzu eða ekki breytir því ekki að pizzan er svakalega góð og við fáum ekki nóg af henni. Ég setti inn mynd af pizzunni á Instagram fyrir nokkrum vikum og hef eftir það fengið þrjá tölvupósta þar sem ég hef verið beðin um uppskriftina. Það er því orðið löngu tímabært að setja hana hingað á bloggið ef fleirum langar að prófa.

PönnupizzaPönnupizza

  • 1 pakki þurrger
  • 1 tsk salt
  • 1 tsk sykur
  • 2 msk ólívuolía
  • 2 ½ dl vatn (fingurheitt)
  • 6 ½ dl hveiti
  • 1 msk lyftiduft

Setjið ger, salt, sykur og ólívuolíu í skál. Hellið fingurheitu vatni yfir og hrærið aðeins í (ég læt þetta oft standa í nokkrar mínútur). Blandið hveiti og lyftidufti saman við og hnoðið saman í deig. Látið deigið hefast í 40 mínútur. Fletjið deigið út og látið það hefast aftur í 30 mínútur. Setja áleggið á og baka við 200-220°.

6 athugasemdir á “Þykkbotna pönnupizza

  1. Þessi botn er svakalega fínn. Gerði pizzur á föstudaginn og svo aftur daginn eftir…allir í familíunni fíluðu botninn vel 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s