Dásamleg ostakaka með jarðaberjum og hvítu súkkulaði

Ostakaka með jarðaberjum og hvítu súkkulaði Í dag giftu sænska prinsessan Madeleine og Christopher O´Niell sig og mér þykir viðeigandi að bjóða upp á sumarlega ostaköku í tilefni dagsins.  Ég elska konungleg brúðkaup og við Öggi höfum eytt deginum fyrir framan sænska sjónvarpið að fylgjast með. Það er óhætt að segja að ég er hrifnæmari en Öggi og á meðan ég dásamaðist yfir hvað brúðarkjóllinn var fallegur og féll í stafi yfir hvað Peter Jöback söng vel (mér þykir hann svo mikið æði) þá fylgdist Öggi með af stóískri ró. Ostakaka með jarðaberjum og hvítu súkkulaðiEftir að hafa horft á brúðkaupsdagskrá í fjóra tíma hóf Öggi undirbúning fyrir næsta brúðkaup, þar sem hann mun þeyta skífum í brauðkaupsveislu í kvöld. Hann er vinsæll plötusnúður og ég mæli svo sannarlega með honum ef þig vantar góðan skífuþeytara í  brúðkaupsveislu, á árshátíð eða við hvaða tækifæri sem er. Ef þú vilt bóka hann getur þú sent honum línu á orlygur@poppvelin.is. Ostakaka með jarðaberjum og hvítu súkkulaðiUppskriftina að ostakökunni vil ég endilega gefa ykkur en vil þó vara ykkur við að gera ekki sömu mistök og ég með súkkulaðið. Ég lét kökuna kólna áður en ég setti súkkulaðið yfir og kældi hana svo aftur eftir að súkkulaðið var komið á, sem gerði það að verkum að súkkulaðið varð glerhart. Setjið það strax á kökuna þannig að það blandist aðeins við ostablönduna eða bætið smá rjóma í súkkulaðið til að það harðni ekki svona. Þrátt fyrir glerhart súkkulaðið á kökunni hjá mér (vonlaust að skera hana þannig) þá þótti okkur kakan sérlega sumarleg, fersk og góð og ég mun gera hana aftur við fyrsta tækifæri. Ostakaka með jarðaberjum og hvítu súkkulaði (uppskrift úr Magisk sommar)

 • 200 g digestive kex
 • 100 g smjör
 • 400 g hvítt súkkulaði
 • 250 g philadelphiaostur
 • 2½  dl rjómi
 • 2 tsk flórsykur
 • 250 g mascarpone ostur
 • ½ líter fersk jarðaber
 • 1 sítróna

Myljið kexið í matvinnsluvél. Ef þú átt ekki matvinnsluvél getur þú t.d. sett kexið í plastpoka og mulið það með trésleif.

Bræðið smjörið í potti. Bætið kexmylsnunni í bráðið smjörið og blandið vel. Hellið blöndunni í form með lausum botni og sléttið úr því með höndunum eða bakhlið á skeið. Setjið plastfilmu yfir og geymið í kæli.

Bræðið súkkulaðið í skál yfir sjóðandi vatni. Hrærið í á meðan súkkulaðið bráðnar.

Hrærið saman Philadelphia-ost, rjóma, flórsykur og mascarpone-ost í stórri skál. Skolið og skerið jarðaberin í fína bita. Hrærið jarðaberjum og rifnu sítrónuhýði í ostablönduna. Setjið ostablönduna yfir kexbotninn og breiðið síðan bráðnu súkkulaðinu yfir. Setjið kökuna í ískáp og látið hana kólna áður en hún er borin fram. Skreytið kökuna gjarnan með jarðaberjum.

10 athugasemdir á “Dásamleg ostakaka með jarðaberjum og hvítu súkkulaði

 1. Þessi kaka lítur mjög vel út.
  Er rjóminn þeyttur áður en hann er settur saman við ostinn?
  Kveðja,
  Þóra.

  1. Nei, rjóminn er ekki þeyttur áður. Það getur þó verið gott að setja hann ekki allan í einu heldur byrja með hluta af honum og bæta síðan smátt og smátt við.

 2. Vil deila með ykkur góðu ráði til að mylja kexið: Að setja það í stóran, glæran plastpoka, dreifa svo úr þessu á borð og loka fyrir endann og rúlla kökukefli hressilega yfir. Ekkert uppvask…

 3. Þessi kaka er jú bragðgóð og MJÖG falleg eins og sést á myndinni en súkkulaðið er grjóthart og ekki hægt að skera hana eftir að súkkulaðið hefur harnað😩

 4. Ég hef einu sinni gert þessa köku og geymdi hana í kæli til næsta dags en þegar ég tók hana úr forminu þá lak kakan bara út – getur þú gefið einhverja skýringu á því. Nú langar mig að prufa aftur þannig gott væri að fá svar fljótlega 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s