Pretzelvafðar pylsur

Pretzelvafðar pylsur

Um daginn þegar ég var að skoða matarblogg þá rakst ég á þessa uppskrift að pretzelvöfðum pylsum hjá Joy the baker. Hún sagði uppskriftina vera eina af sínum uppáhalds frá árinu sem leið og almáttugur hvað ég varð spennt að prófa hana. Við ákváðum að þetta væri kjörin laugardagsmatur og til að kóróna herlegheitin skellti ég kartöfluhelmingum í ofn og bar fram með. Hamingjan var fullkomin, jafnt hjá okkur Ögga sem og börnunum. Þetta verða allir að prófa.

Pretzelvafðar pylsur

 • 1 ½ bolli heitt vatn (um 40°)
 • 1 msk sykur
 • 2 ¼ teskeið ger
 • 620 g hveiti (um 4 ½ bolli)
 • 2 tsk salt
 • 2 msk smjör, brætt og kælt
 • um 14 bollar vatn
 • 1 bolli matarsódi
 • 1 stórt ekk, hrært með smá skvettu af vatni
 • gróft salt og pipar

Setjið vatn og sykur í skál og stráið gerinu yfir. Látið standa í 5 mínútur. Blandan byrjar að freyða, ef það gerist ekki skuluð þið henda henni og byrja upp á nýtt.

Þegar blandan hefur staðið í 5 mínútur og er byrjuð að freyða er hveiti, salti og bræddu smjöri bætt saman við. Notið deigkrók á hrærivél og hrærið hægt þar til allt hefur blandast saman. Aukið hraðan í miðlungshraða og hnoðið deigið þar til það er orðið mjúkt og losnar frá hliðum skálarinnar og myndar bolta um deigkrókinn. Hnoðið  á miðlungshraða í um 4 mínútur.

Pretzelvafðar pylsur

Takið deigið úr skálinni (það ætti að vera mjúkt og örlítið klístrað), smyrjið hana með grænmetisolíu og setjið deigið aftur í hana. Setjið plastfilmu yfir skálina og látið deigið hefast á hlýjum stað þar til það hefur tvöfaldað stærð sína (um klukkustund).

Pretzelvafðar pylsur

Hitið ofninn í 220°. Klæðið tvær ofnskúffur með bökunarpappír og smyrjið þær með grænmetisolíu. Þetta er mikilvægt til að pretzelpylsurnar festist ekki við hann.

Pretzelvafðar pylsur

Setjið vatn og matarsóda í stóran pott og látið suðu koma upp. Á meðan suðan er að koma upp er degið sett á olíuborið borð. Skiptið deiginu í 8-16 bita (eftir því hvort þið ætlið að hafa pylsurnar 8 heilar eða 16 hálfar). Rúllið deigbútunum út í renninga, ca 30 cm langa fyrir hálfar pylsur og 60 cm fyrir heilar. Snúið deiginu utan um pylsurnar og passið að loka endunum vel.

Pretzelvafðar pylsur

Pretzelvafðar pylsur

Þegar vatnið er byrjað að sjóða eru deigpylsurnar settar varlega út í og soðnar í 30 sekúndur. Takið varlega upp úr með spaða og setjið á bökunarpappírinn. Burstið með upphrærðu eggi og stráið grófu salti og nýmöluðum pipar yfir.

Pretzelvafðar pylsur

Pretzelvafðar pylsur

Setjið í ofninn og bakið þar til deigið verður fallega gyllt, um 12-14 mínútur. Berið heitt fram.

Ef það verður afgangur af pretzelpylsunum þá eru þær settar í plastfilmu og geymdar í ískáp. Þegar það á að bera þær aftur fram eru þær færðar yfir í álpappír, lokað fyrir og hitað í 175° heitum ofni í 12 mínútur, eða þar til þær eru heitar í gegn.

13 athugasemdir á “Pretzelvafðar pylsur

 1. Ja svava– eg gerdi tetta sidustu helgi og var dalitil upplifun. Mer fannstbtetta mjög skemmtileg utgafa af pulsum. Brynja plokkadi samt utur pylsurnar. Var mjög gott med sinnepi og tomatsosu. En eg segi eins og tessi Sigrun her f ofan.. Svona rosa mikid af matarsoda??- eg setti 1/3 bolla tvi eg atti nu ekki meira til af tvi.. Tad bubbladi allavega slatta oni pottinum. En verd nu ad vidurkenna ad eg hugsadi donahugsanir tegar eg v ad bua tetta til ( og lika kollegi minn nottina eftir tegar eg var ad borda afganginn i vinnunni)…. Hugsar tu aldrei svona dono???- eg held eg geri tetta aftur eh tima!!

 2. Við fjölskyldan vorum að enda við að fá okkur þessar ótrúlega góðu pylsur og höfðum kartöfluhelmingana með. Æðisleg laugardagsmáltíð 😉

 3. Sæl. Dauðlangar að prófa þessa. Sé að þú notar oft bollamál. Var að velta því fyrir mér hvort að bollinn væri 2,5 dl eða ertu með einhverja aðra mælingu?

  1. Ég nota bollamál þar sem bollinn er 2,4 dl. Ég mæli með að fjárfesta í bollamálssetti, þau fást fyrir lítinn pening t.d. Í Hagkaup og Kosti. Mjög gott að eiga þau, þá ertu með 1/4, 1/2, 1/3 og 1/1 bolla 🙂

   Sent from my iPhone

   >

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s