Kaffikaka með súkkulaði

Kaffikaka með súkkulaði

Við nýttum gærdaginn til dundurs hér heima við. Öggi og Pétur unnu í júróvisjónlaginu þeirra og ég týndi niður jólaskrautið. Eins og mér þykir alltaf gaman að skreyta á aðventunni þá get ekki ekki beðið eftir að losna við skrautið eftir áramót. Núna liggur það á sínum stað í geymslunni og heimilið hefur fengið upplyftingu með nýjum blómum á stofuborðinu.

Í þessum rólegheitum þótti mér ekki annað hægt en að baka köku til að eiga með kaffinu. Ég hef ekki getað hætt að hugsa um kaffiköku sem ég sá á íslensku matarbloggi um daginn sem Kristín Gróa heldur úti, Lúxusgrísir í Florida. Bloggið fann ég fyrir tilviljun í gegnum Instagram, hvar ég fer hamförum þessa dagana, og reyndist mikill fundur. Vorum við og Pétur, sem lenti hér óvænt í kökuboði, öll á einu máli um að kakan væri stórgóð, svo góð að ég stóðst ekki mátið að fá mér aftur sneið af henni eftir morgunverðinn í morgun. Namm!

Kaffikaka með súkkulaði

Kaffikaka með súkkulaði

Botninn:

 • 1 ¼ bolli heitt kaffi
 • 1 bolli kakó
 • 2 ½ bolli hveiti
 • 1¼ tsk salt
 • 2 ½ tsk matarsódi
 • 2 bollar sykur
 • 3 stór egg
 • 1¼ bolli sýrður rjómi
 • 1 bolli + 2 msk grænmetisolía

Kremið:

 • 170 g smjör (helst ósaltað)
 • 170 g suðusúkkulaði
 • 4 msk kaffi
 • 1/3 bolli sýrður rjómi

Hitið ofninn í 175°.

Setjið kaffi og kakó saman í skál og hrærið saman þar til blandan er orðin kekkjalaus. Setjið til hliðar.

Sigtið hveiti, salt og matarsóda saman í aðra skál og setjið til hliðar.

Hrærið sykur og egg saman þar til blandan verður þykk og ljós. Bætið sýrðum rjóma og olíu saman við og hrærið varlega saman. Hrærið þurrefnunum varlega saman við og að lokum er kaffiblandan hrærð varlega út í.

Smyrjið stórt hringlaga bökunarform vel (ég spreyjaði vel af PAM í formið) og hellið deiginu í. Bakið í 45-60 mínútur eða þar til prjóni stungið í kökuna kemur þurr upp.

Látið kökuna kólna í forminu í 20 mínútur. Hvolfið kökunni þá á grind og látið hana kólna alveg áður en kremið er sett á.

Kremið:

Bræðið saman smjör og súkkulaði í skál yfir vatnsbaði. Takið skálina af hitanum og leyfið að kólna aðeins. Hrærið 2 msk af kaffi saman við, þá sýrða rjómanum og að lokum seinni 2 msk af kaffinu. Ég lenti í sömu vandræðum og Kristín Gróa, þ.e. að kremið varð mjög þunnt á þessu stigi og fylgdi hennar ráði um að setja það inn í ískáp og hræra reglulega í því svo það stífni jafnt.

Smyrjið kreminu á kökuna. Ég hafði ekki þolinmæði í að láta kökuna kólna alveg og kremið bráðnaði því aðeins á henni. Það kom þó ekki að sök, kakan var stórgóð og kremið líka.

Kaffikaka með súkkulaði

5 athugasemdir á “Kaffikaka með súkkulaði

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s