Brauð

Ég baka brauð í hverri viku. Þetta brauð er eitt af uppáhalds brauðunum okkar og það brauð sem ég baka hvað oftast. Það er fljótlegt, æðislega gott og við fáum ekki leið á því. Ef það er enn til á þriðja degi þá skellum við því í brauðristina og látum smjörið bráðna á heitu brauðinu áður en við setjum áleggið á.

  • 2 dl tröllahafrar (eða venjulegir hafrar)
  • 5 dl hveiti
  • 1 dl hörfræ
  • 1 dl rúsínur
  • 1 dl hakkaðar heslihnétur
  • 2 tsk matarsóti
  • 1 tsk salt
  • 4 dl hrein jógúrt
  • 1/2 dl fljótandi hunang
  • 1/2 dl lingonsylt (fæst í Ikea)
Hitið ofninn í 190°. Blandið þurrefnunum saman í skál og hrærið jógúrtinu, hunanginu og sultunni saman við. Ég skelli þessu öllu í KitchenAid vélina og læt hana hræra þessu saman. Degið er sett í smurt brauðform (fyrir ca. 1 1/2 líter) og bakað í neðri hluta ofnsins í 50-60 mínútur.