Gleðilega páska

Gleðilega páska

Heimilið fylltist af páskablómum eftir ferminguna og þær hafa verið eina páskaskrautið þetta árið. Það var nánast einum of mikið af þeim á tímabili, sama hvert maður leit þá blöstu við gul blóm. Núna þegar sjálfur páskadagur er runninn upp hafa blómin hins vegar öll sungið sitt síðasta og ég gleymdi að kaupa mér páskaegg. Það er því fátt sem minnir á páskana hér heima í dag. Ég mun þó að halda fast í þá hefð að elda lambakjöt á páskadegi, það geri ég alltaf. Ég keypti lambahrygg fyrr í vikunni sem ég á eftir að ákveða hvernig ég ætla að matreiða og ætla því að leggjast yfir uppskriftir á meðan ég narta í páskaeggið hennar Malínar.

Langaði aðallega bara að kíkja inn og óska ykkur gleðilegra páska!

Gleðilega páska

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s