Ofnbökuð fetaostídýfa með kirsuberjatómötum

Ofnbökuð fetaostídýfa með kirsuberjatómötum

Ég viðurkenni fúslega að mér þykir ósköp ljúft að fá svona 4 daga vinnuvikur inn á milli. Páskafríið er nýbúið og strax að koma helgi aftur. Lúxus! Ég nýti hvert tækifæri sem gefst til að vera með plokkmat, eins og osta og góðar pylsur, í kvöldmat. Með góðu víni eru ostadiskar og plokkmatur með því besta sem ég veit.

Ofnbökuð fetaostídýfa með kirsuberjatómötum

Þar sem helgin nálgast óðum þá má ég til með að gefa hugmynd að æðislegri viðbót við plokkmatinn, ofnbökuð fetaostaídýfa með kirsuberjatómötum og tabaskó. Ídýfan er líka frábær sem forréttur eða í saumaklúbbinn. Uppskriftina fékk ég hjá stelpu sem vann með mér og ég hugsa alltaf hlýlega til hennar þegar ég ber þessa dásemd á borð. Einfalt og stórgott, alveg eins og ég við hafa það!

Ofnbökuð fetaostídýfa með kirsuberjatómötum

 

Ofnbökuð fetaostaídýfa með kirsuberjatómötum

Setjið heilan fetakubb í eldfast mót. Sáldrið smá ólífuolíu yfir og kryddið með oregano. Skerið kirsuberjatómata í tvennt og raðið yfir ostinn og í kringum hann ef það er pláss í eldfasta mótinu. Setjið að lokum smá tabaskó sósu yfir allt. Bakið við 180° í 20-30 mínútur, eða þar til ídýfan lítur vel út.

Ein athugasemd á “Ofnbökuð fetaostídýfa með kirsuberjatómötum

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s