Amerískar pönnukökur og besta eggjahræran

Amerískar pönnukökur og besta eggjahræran

Það eru ár og aldir síðan ég vakti krakkana með amerískum pönnukökum, beikoni og eggjahræru en í páskafríinu lét ég verða af því. Ég gæti vel byrjað alla daga á svona veislu, en þá þyrfti ég líka að geta lagt mig aftur alla daga því ég borða alltaf yfir mig. Ég set bæði smjör og hlynsýróp á pönnukökuna mína og fæ mér eggjahræru og beikon með. Síðan vil ég drekka góðan appelsínusafa eða heilsusafa með miklum klökum. Krakkarnir fá sér ýmist hlynsýróp, eggjahræru og beikon eða nutella og jarðaber á sínar pönnukökur. Og ef það verður afgangur af pönnukökunum, þá set ég þær í plast og krakkarnir stinga þeim í brauðristina þegar líður á daginn og smyrja með smjöri og osti.

Amerískar pönnukökur og besta eggjahræranAmerískar pönnukökur og besta eggjahræranAmerískar pönnukökur og besta eggjahræran

Amerískar pönnukökur

  • 3 bollar hveiti
  • 1 bolli sykur
  • 4 tsk lyftiduft
  • 1 egg
  • mjólk eftir þörfum (ca 2 bollar)

Hrærið öllu saman þar til deigið er slétt og kekkjalaust. Steikið á pönnu í bræddu smjöri við vægan hita og snúið við þegar loftbólur myndast. Borið fram með smjöri, sýrópi, beikoni og öllu því sem hugurinn girnist. Ef svo ólíklega vill til að það verði pönnukökur í afgang þá er gott að hita þær upp í brauðristinni.

Eggjahræra

  • 1 msk rjómi á móti 1 eggi

Hrærið saman eggjum og rjóma og steikið við miðlungsháan hita (passið að hafa hann ekki of háan). Hrærið stöðugt í eggjahrærunni á meðan hún er að steikjast. Takið pönnuna af hitanum rétt áður en eggjahræran er tilbúin og klárið að steikja hana á bara eftirhitanum í pönnunni. Eggjahræran á alls ekki að vera þurr og því gott að klára eldamennskuna á þann máta.

Ofnsteikt beikon

Raðið beikonsneiðum á ofnplötu sem hefur verið klædd með bökunarpappír og setjið í 200° heitan ofn í um 10 mínútur.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s