Nachos í kvöldmat!

Nachos í kvöldmat!

Á laugardaginn fórum við strákarnir og mamma í Smáralindina. Þar röltum við um, versluðum aðeins og enduðum ferðina á að fara í Smárabíó að sjá sænsku myndina Maður sem heitir Ove. Við mamma vorum báðar búnar að lesa bókina og vorum sammála um að myndin stóð undir væntingum, hún er yndisleg! Eftir að hafa borðað popp, gos og nammi í bíóinu var lítill áhugi á að borða kvöldmat og því var ákveðið að hafa bara snarl þegar leið á kvöldið. Snarlið endaði sem risa nachosfat sem við borðuðum yfir sjónvarpinu. Súpergott!

Nachos í kvöldmat!

Súper nachos

  • 500 g nautahakk
  • 1/2 laukur, hakkaður
  • 1/2 tsk chilikrydd
  • 1 tsk paprikukrydd
  • 1/2 tsk kúmín (ath. ekki kúmen)
  • 1/2 tsk rauðar piparflögur
  • salt og pipar
  • 1 dós pinto baunir
  • 1,5 dl vatn
  • Nachos flögur
  • 7 -8 dl rifinn ostur, t.d. blanda af cheddar og mozzarella
  • avocado
  • sýrður rjómi
  • ostasósa

Mýkið laukinn í olíu á pönnu yfir miðlungsháum hita. Bætið nautahakkinu við og steikið þar til fulleldað. Kryddið og bætið baunum og vatni á pönnuna. Smakkið til, það gæti þurft að krydda betur. Látið malla við vægan hita á meðan hin hráefnin eru undirbúin.

Salsa sósa:

  • 5-6 plómutómata (eða aðra góða tómata), skornir í teninga
  • 1/2 laukur
  • 1 jalapeno, fínhakkað
  • 1/2 askja kóriander, saxað
  • safi af 1 lime
  • 1/2 tsk salt

Blandið öllu saman.

Sett saman:

Setjið nachosflögur í botninn á eldföstu móti. Setjið smá ostasósu yfir, síðan eitt lag af nautahakksblöndu og að lokum rifinn ost. Setjið annað lag af nachosflögum yfir, smá ostasósu, síðan nautahakksblöndu og ost. Endurtakið þannig að alls séu þrjú lög. Setjið í 180° heitan ofn þar til osturinn hefur bráðnað. Setjið salsasósuna yfir ásamt avocadó, sýrðum rjóma og ostasósunni (gott að hita hana aðeins í örbylgjuofni áður).

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s