Súkkulaðikaka með súkkulaðikremi

Súkkulaðikaka með súkkulaðikremi

Ég er á þeirri skoðun að það sé hvorki hægt að eiga nógu margar uppskriftir að súkkulaðikökum né hægt fá leið á þeim. Góð súkkulaðikaka gleður alltaf og á þessu heimili klárast hún alltaf fljótt. Með ískaldri mjólk er ómöglegt að standast hana! Þessi uppskrift er æðisleg og vert að spara hana. Ég lofa að hún mun vekja lukku.

Súkkulaðikaka með súkkulaðikremi

Súkkulaðikaka (uppskrift frá Smitten Kitchen)

  • 85 g smjör, við stofuhita
  • 145 g púðursykur
  • 25 g sykur
  • 1 stórt egg
  • 1 eggjarauða
  • 175 ml súrmjólk
  • 1 tsk vanilludropar
  • 40 g kakó
  • 125 g hveiti
  • 1/4 tsk matarsódi
  • 1/2 tsk lyftiduft
  • 1/2 tsk salt

Krem:

  • 55 g suðusúkkulaði, brætt og kælt
  • 180 g flórsykur
  • 115 g smjör, við stofuhita
  • smá sjávarsalt (má sleppa)
  • 1 msk rjómi eða nýmjólk
  • 1/2 tsk vanilludropar

Kakan:

Hitið ofninn í 175° og klæðið 24 cm kökuform með smjörpappír eða smyrjið það vel.

Hrærið smjör, púðursykur og sykur saman þar til blandan verður létt. Bætið eggi, eggjarauðu og vanilludropum saman við og hrærið þar til allt hefur blandast saman. Hrærið þá súrmjólk saman við. Hrærið að lokum hveiti, kakó, matarsóda, lyftidufti og salti saman við. Setjið deigið í kökuformið og bakið í 25-35 mínútur, eða þar til prjóni sem stungið hefur verið í kökuna kemur hreinn upp. Látið kökuna kólna áður en kremið er sett á.

Kremið:

Setjið öll hráefnin í matvinnsluvél og látið vélina ganga þar til kremið hefur fengið slétta og létta áferð. Ef kremið er gert án matvinnsluvélar þá er byrjað á að hræra saman smjöri, flórsykri og salti í hrærivél eða með handþeytara. Bætið súkkulaði, mjólk og vanilludropum saman við og hrærið áfram þar til allt hefur blandast vel og kremið er orðið létt í sér. Setjið kremið yfir kökuna og njótið.

 

2 athugasemdir á “Súkkulaðikaka með súkkulaðikremi

  1. Geymist hun vel? Elska kökur en við erum 3 í heimili og hin tvö lítil fyrir sætindi. Þar af leiðandi baka ég aldrei, það bara skemmist. En þessi er sjúklega girno!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s