Ný vika framundan sem er upplagt að skipuleggja með því að gera matseðil og stórinnkaup. Það er jú fátt eins þreytandi og að rölta um matvörubúðina eftir vinnu og reyna að fá hugmynd að einhverju til að hafa í kvöldmat. Þá vil ég frekar gefa mér smá tíma á sunnudegi í að plana vikuna og þurfa síðan ekki að hugsa um það meir!
Vikumatseðill
Mánudagur: Fiskur með beikoni og eggjasósu
Þriðjudagur: Tacobaka
Miðvikudagur: Kjúklingasúpa með tómötum, karrý og epli
Fimmtudagur: Pylsupottréttur með beikoni og sweet chili rjómasósu
Föstudagur: Grilluð humarpizza
Með helgarkaffinu: Sænskar pönnukökur
Fiskurinn var ljómandi góður.:)
Gaman að heyra 🙂