Kjúklingabringur með himneskri fyllingu og sætri kartöflustöppu

Kjúklingabringur með himneskri fyllingu og sætri kartöflustöppu

Á morgun er Valentínusardagurinn. Ég elska alla svona daga og skil ekki þegar verið er að bölva því að Íslendingar séu að elta amerískar hefðir, að við eigum bóndadag og konudag sem dugi vel. Hvernig er hægt að vera á móti auka degi sem snýst um að gera vel við ástina sína, sérstaklega í þessum annars litlausa mánuði.

Kjúklingabringur með himneskri fyllingu og sætri kartöflustöppu

Við Öggi ætlum út að borða annað kvöld og ég er búin að hlakka til alla vikuna. Ef við hefðum ekki ákveðið að fara út að borða hefði ég lagst yfir uppskriftabækurnar og fundið eitthvað gott til að elda fyrir okkur. Öggi hefði komið með blóm heim og ég hefði lagt fallega á borð og kveikt á kertum.

Kjúklingabringur með himneskri fyllingu og sætri kartöflustöppu

Í síðustu viku voru systir mín og fjölskylda sem búa í Danmörku stödd á landinu. Þau komu í mat til okkar og ég eldaði kjúklingabringur með fyllingu sem er svo góð að það er engu líkt. Með kjúklingabringunum bar ég fram sæta kartöflumús og gott salat. Uppskriftina fékk ég hjá vinkonu minni um árið og hef oft dregið fram þegar ég vil slá í gegn. Þessi réttur klikkar aldrei og því þykir mér upplagt að elda þessa dásemd fyrir ástina sína annað kvöld, á sjálfan Valentínusardaginn.

Kjúklingabringur með himneskri fyllingu og sætri kartöflustöppu

Fylling:

  • 200 g döðlur
  • 1 krukka sólþurrkaðir tómatar
  • 1 poki furuhnetur
  • smá ólívuolía
  • vel af fersku rósmarín
  • Gullostur (eða annar góður hvítmygluostur)
  • 2-3 hvítlauksgeirar
  • svartur pipar

Ristið furuhnetur á pönnu. Skerið  döðlur, sólþurrkaða tómata og rósmarín smátt og steikið í ólívuolíu á pönnu. Pressið eða saxið hvítlaukinn smátt og steikið með í lokin. Setjið ostinn í bitum á pönnuna og látið bráðna. Bætið furuhnetum saman við og piprið.

Leggið kjúklingabringurnar í eldfast mót og skerið rauf ofan á þær. Setjið fyllinguna í raufarnar og yfir bringurnar. Setjið álpappír yfir formið (lokið því vel) og setið það í 200° heitan ofn í 40 mínútur. Undir lokin er hægt að taka álpappírinn af til að fá fallegan lit á kjúklingabringurnar.

Sæt kartöflustappa:

Afhýðið sætar kartöflur, skerið þær í bita og sjóðið þar til þær eru orðnar mjúkar. Hellið vatninu frá og stappið með vel af smjöri og púðursykri. Piprið með svörtum pipar. Smakkið til og stappan verður æði.

12 athugasemdir á “Kjúklingabringur með himneskri fyllingu og sætri kartöflustöppu

  1. Þetta var alveg æðislegur réttur og ég er búin að kíkja á hverjum degi á bloggið til að athuga hvort uppskriftin væri komin. Núna bíð ég eftir uppskriftinni af dessertnum sem við fengum 🙂

  2. Gerði þennan í kvöld og Herregud hvað þetta var gott.. hlakka til að borða afgangana á morgun 😉 Takk annars fyrir frábært blogg, hef prófað margar uppskriftir héðan og aldrei orðið fyrir vonbrigðum!

    1. Ég notaði hana í 10 bringur núna síðast. Ég hef þó gert sama skammt af fyllingu þegar ég hef verið með helmingi færri bringur, það virðist engu skipta því hún klárast alltaf.

  3. Takk fyrir yndislega síðu. Uppgötvaði hana ekki fyrr en um áramótin og er nú þegar búin að elda eftir þó nokkrum uppskriftum, heimilsfólkinu til mikillar gleði.

  4. Ég eldaði þetta núna fyrir nokkrum dögum. Var með tvo heila kjúklinga og tróð fyllingunni bara inn í þá. Það hefði trúlega komið betur út að fylla bringurnar, og það steingleymdist að steikja fyllinguna saman fyrst, en engu að síður var þetta prýðisgott. Enginn var gullosturinn á heimilinu, en tæpur hálfur piparostur fékk að fljóta með í staðinn og þetta verður klárlega gert aftur. Sætar kartöflur eru alltaf góðar og fara sérlega vel með þessum rétti. Takk kærlega fyrir okkur 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s