Tortillakaka með kjúklingi

Tortillakaka með kjúklingi Það er óhætt að segja að við fengum vætusaman þjóðhátíðardag. Við fórum bæði í miðbæ Reykjavíkur og á Rútstún og eftir því sem leið á daginn ókst rigningin. Við vorum sem betur fer vopnuð regnhlífum sem björguðu okkur. Það var jú svo hlýtt og því varla hægt að kvarta. Ég viðurkenni þó fúslega að það var dásamlegt að koma heim, fara úr blautu fötunum, kveikja á kertum og eyða kvöldinu í sjónvarpssófanum. Tortillakaka með kjúklingiÞjóðhátíðarmaturinn var nú ekki  þjóðlegur en ljúffengur engu að síður. Ég gerði tortillaköku sem var svo góð að ég má til með að gefa ykkur uppskriftina fyrir helgina. Þetta er jú ekta föstudagsmatur! Ég notaði stórar tortillakökur en litlar eru eflaust ekki síðri. Súpergott! Tortillakaka með kjúklingiTortillakaka með kjúklingiTortillakaka með kjúklingi Tortillakaka með kjúklingi (fyrir 4-5)

 • 4 tortillakökur
 • 2 kjúklingabringur
 • 1 laukur
 • 1/2 púrrulaukur
 • 100 g sveppir
 • smjör til að steikja í
 • 1,5 msk jalapenos
 • 175 g chunky salsa (1/2 krukka)
 • 100 g philadelphiaostur
 • 15 svartar ólívur
 • 1-2 dl rifinn ostur

Hitið ofninn í 200°. Skerið kjúklingabringurnar í litla bita, hakkið laukinn, skerið púrrulaukinn í strimla og sveppina í sneiðar. Steikið kjúklinginn í smjöri. Bætið lauk, púrrulauk og sveppum saman við og steikið áfram. Bætið jalapenos, salsa og philadelphiaosti saman við og smakkið til með salti og pipar. Látið sjóða saman í nokkrar mínútur. Raðið tortillakökunum með fyllingunni á milli á ofnplötu sem hefur verið klædd með bökunarpappír. Setjið líka fyllinguna yfir efstu kökuna, setjið síðan ólívur yfir og stráið að lokum osti yfir. Bakið í 15 mínútur eða þar til kakan er heit í gegn og osturinn hefur fengið fallegan lit. Berið fram með salati, salsa, sýrðum rjóma og guacamole.

 

2 athugasemdir á “Tortillakaka með kjúklingi

 1. agalega var þetta gott Svava… gerði þetta í gær. Við þurftum aðeins að tína úr til að BB myndi borða og hún borðaði nú smá en fékk svo að fylla uppí með einni ristaðri brauðsneið en við Bjarni elskuðum þetta.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s