Tortellini í pestósósu

Ferskt tortellini í pestósósuUm helgar eyði ég yfirleitt meiri tíma í kvöldverðinn. Þá vil ég bjóða upp á betri mat og nýt þess að hafa góðan tíma í eldhúsinu. Það gerist þó að tíminn hleypur frá mér og þá þykir mér gott að eiga góðar uppskriftir sem tekur stuttan tíma að matreiða.

Á laugardaginn áttum við Malín mæðgnadag og komum seint heim. Við eyddum deginum tvær saman, litum í búðir og á kaffihús, keyptum smá jólaskraut og enduðum á því að gera vikuinnkaupin. Þegar við komum heim fór ég í eldhúsið og útbjó ljúffengan pastarétt sem tók svo stuttan tíma að elda að Öggi rétt náði að leggja á borð og kveikja á kertum áður en maturinn var tilbúinn.

Ferskt tortellini í pestósósu

Það sem gerir réttinn svona fljótlegan er að ég notaði ferskt tortelini sem þarf bara að sjóða í 1 mínútu. Mér þykir ferskt tortellini sérlega gott og það er hægt að leika sér endalaust með það. Á laugardaginn bjó ég til sósu úr pestó, rjóma og ferskrifnum parmesan og blandaði saman við pastað ásamt rauðri papriku, rauðlauk og kirsuberjatómötum sem ég skar niður á meðan ég beið eftir að suðan á pastavatninu kæmi upp.  Það væri líka hægt að bæta við ólívum, salami, sólþurrkuðum tómötum, ruccola, spínati eða hverju því sem hugurinn girnist. Með góðu pasta er ekki hægt að mistakast og best af öllu, ljúffeng máltíð stóð á eldhúsborðinu á innan við korteri.

Ferskt tortellini í pestósósu

Tortellini með rjómapestósósu

  • 2 pokar ferskt tortellini með þurrkaðri skinku og osti
  • 1 peli rjómi (2,5 dl.)
  • 1 dl grænt pestó
  • 1 dl ferskrifinn parmesan
  • 1 rauð paprika
  • 1/2-1 rauðlaukur
  • 1 pakki kirsuberjatómatar (250 g)

Ferskt tortellini í pestósósu

Sjóðið pastað eftir leiðbeiningu á pakkningu. Ég var með pasta frá RANA sem þarf bara að sjóða í 1 mínútu. Setjið rjóma og pestó í pott og hitið við vægan hita þar til blandan þykknar örlítið. Hrærið parmesan út í og leggið til hliðar.

Skerið papriku og rauðlauk í fína bita og kirsuberjatómata í tvennt. Hrærið um helmingi af pestósósunni saman við pastað og blandið svo papriku, rauðlauk og kirsuberjatómötum saman við. Myljið svartan pipar yfir og endið á að rífa vel af parmesanosti yfir diskinn. Berið fram með því sem eftir var af pestósósunni, ferskum parmesan og hvítlauksbrauði.

7 athugasemdir á “Tortellini í pestósósu

  1. Mikid var eg anaegd ad sja tessa upskrift nuna.. Eg var akkurat ad rembast vid ad akveda hvad eg aetti ad elda i kvoldmatinn og a allt i uppskriftina i isskapnum hja mer.. Aetla ad prufa ad elda tetta..

    Takk 🙂

  2. Sæl og takk fyrir góðar uppskriftir.
    Mig langar svo í svona fínt ferskt pasta til þess að nota í réttinn. Hvar fæst það?

    1. Ég sé að Arna hefur svarað þér og ég tek undir með henni. Rana pastað fæst í flestum matvöruverslunum en ég man ekki eftir að hafa séð það í Bónus.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s